...jæja þá er að koma að því. Við Gummi ætlum að stíga tánum niður á klakann næsta þriðjudag og heiðra ykkur með nærveru okkar í þónokkuð marga daga, ég reyndar í aðeins fleiri en hann! :) Ég er nú bara farin að hlakka til að sjá nefin á öllum þó ég vildi óska að kringumstæður væru skemmtilegri en svona er lífið sagði Hallbera allsbera og hló og snýtti sér! Við þurfum reyndar að leggja af stað í morgun klukkan 18:15 og veðrum komin á Kastrup klukkan 22:45. Þá tekur við löng bið því vélin fer ekki í loftið fyrr en 13:10!!!! :S Jæja þetta verður bara gaman, veðrum með spil, krossgátublöð og kerlingablöð handa kerlingunni - hvort er það??? Ætli GameBoy Advance tölvan mín fái ekki að fljóta með líka ásamt bókunum sem ég ætla að skila til mömmu! :)
Jæja er farin að halda Kristínu félagsskap yfir eldamennskunni, skvísan ætlar að skella sér á eitt lasagna með öllu tilheyrandi! Svo er ég 100% viss um að ég blogga eitthvað amk eftir að ég kem í fjörðinn fagra, Seyðisfjörð ef það lék einhver vafi á því!! ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli