þriðjudagur, nóvember 30, 2004

...endalaus leti er þetta!!! Sit hérna á náttfötunum og er að reyna að finna auka kraft svo ég moki mér upp úr stólnum, í fötin og út í BT að kaupa loftnetssnúru svo ég geti haldið áfram að liggja í leti yfir video-inu í staðinn fyrir tölvunni! Það var einhver eða eitthvað sem ofsótti mig í nótt svo ég svaf alveg hrikalega illa. Var alltaf að vakna og bylta mér með náladofa í hnéinu og ég veit ekki hvað og hvað. Hef aldrei áður fengið náladofa í hnéið og það var eiginlega ekkert sérstaklega gaman og ég óska ekki eftir að fá svoleiðis aftur í bráð!

En lífið fyrir utan þessa fjóra veggi bíður mín, BT bíður spennt og allir ökuníðingarnir á Grensásveginum geta farið að passa sig á að stoppa ekki á grænum karli því ég er á leiðinni út...

sunnudagur, nóvember 28, 2004

...kippan stendur á gólfinu við ísskápinn og hérna sit ég á náttfötunum og er sátt við það. Ákvað að það væri ágætt að slappa örlítið af í djamminu. Þarf að læra slatta á morgun svo það verður ekkert verra að vera sæmilega hress. Sló hraðamet í gær þegar ég tók strætó í Kringluna, verslaði og fór í ríkið og heim aftur, í sturtu, setti upp andlitið og í djammgallann, upp í strætó og í Idol-partý allt á 2 tímum. Þar af fór örugglega rúmur hálftími í strætóbið og ferðir og slatta tími fór í að máta boli og peysur í Kringlunni góðu. Ákvað að kaupa mér peysu sem mig er búið að langa í lengi og það var akkúrart 1 eftir og í minni stærð svo ég áleit þetta tákn að ofan. Keypti líka bol fyrir afganginn af gallabuxnapeningnum frá ömmu! :) Mjög sátt við þetta!!

Ætla að fá mér eitthvað í gogginn og kúra mig svo uppi í rúmi og glápa á kassann eða lesa. Æ hvað það er yndislegt að vera bara að slappa af!! :) Geri svo vonandi eitthvað skemmtilegt og uppbyggjandi á morgun svona amk þegar ég tek pásu frá sálfræðinni og sögunni...

föstudagur, nóvember 26, 2004

...lít ég barnalegar út en venjulega? Var spurð um skírteini á djamminu síðustu helgi í fyrsta skipti í langan tíma. Kannski komin tími á það því daman var farin að halda að hún væri loksins orðin fullorðinsleg. En maðurinn sem seldi mér strætómiða um daginn kórónaði þetta alveg, hérna er ca samtalið sem ég átti við þennan mann:
Atriðið gerist við sjoppuna á Hlemmi því það var það áliðið kvölds að miðasalan var löngu lokuð.

Ég: Selur þú strætómiða?
Hann: Já
Ég: Ég ætla að fá miða.
Hann: Hvernig miða?
Ég: Ömmm venjulega strætómiða!
Hann: Hvernig venjulega strætómiða?
Ég: Svona venjulega miða, svona fullorðins!!!
Hann: Já ok ég ætlaði að hjálpa þér að spara aðeins.
Ég: Sko er orðin fullorðin og svo er ég að kaupa þá fyrir mömmu og pabba og held að unglingamiðar gangi ekki fyrir þau! :S
Hann: Já þannig hahahahaha hohohohohohohoho hehehehehehehe ahahahahahaha

Við tökum eftir að securitasvörður stendur við hlið sjoppunnar.

Securitas gaurinn: Hahahahaha hehehehehehe hohohohohoho

Ég: Takk fyrir
(Hleyp og næ strætó á síðustu stundu) Hugs: *Er ég svona ungleg?? Unglingamiðar eru fyrir 12-18 ára!! Er það brunasárið á hökunni eða verð ég að fara að gera eitthvað í sambandi við þetta?? Er hægt að fara í gamlingju svipað og yngingu??? Eru það fötin? Er það hárið? Hvað er að mér????

Þessi maður hefur nánast aleinn (örlítið studdur af securitasgaurnum) grafið undan sjálfsmati mínu!!!! Hvar er næsta rækt?? Ef ég lít út eins og sterapumpað vöðvafjall þorir fólk kannski ekki að koma með svona komment á mig! En ég ábyrgist að ef ég hefði verið á brókinni með hauspoka hefði hann haldið að ég væri 45 ára 3 bara móðir með góð læri miðað við aðstæður!! Appelínuhúð *hrollur* þarf ég að segja meira??

Ég er blendingur, með andlit unglings og læri 3 barna móður. Bíð bara eftir bingóvöðvum og augnbrúnasigi! Gerist það betra...

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

...óheppni mín á sér engin takmörk!! Fór út að borða með foreldrunum á sunnudaginn. Pantaði mér dýrindis sjávarréttapizzu og bætti á hana tómötum og ólívum *nammi namm*. En þessi pizza var ekki alveg tilbúin að gefast upp fyrir mér baráttulaust. Ég skar mér þessa líka fínu sneið af henni, sökkti hrossatönnunum í hana og svo bara ááááááááááááá ææææææææ óóóóóóóóóóóóó þetta er svo sárt!!!!!! Spítti út úr sér pizzubitanum og logsveið í hökuna...osturinn hafði ekki slitnað frá og dróst allur af sneiðinni og á hökuna á mér. Ég greip kókflöskuna hans pabba og reyndi að kæla hökuna en þegar kuldinn var horfinn úr henni var það kolsýruvatnsflaskan mín sem tók við. Eftir mikla kælingu og endalausan sviða sat ég eftir með brunasár og blöðru á hökunni sem lítur alls ekki vel út!!! En pizzan fékk makleg málagjöld, hún var étin og ég naut þess út í fingurgóma! Hahahahahahahaha *gott á þig ljóta pizza hlátur*.

Hvað segir þetta okkur? Það er stórhættulegt að borða...

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

...í strætó í gær var maður sem var eins og afkvæmi Lou Diamond Phillips (Labambagaurinn) og Moe barþjónn úr The Simpssons. Ég gar varla hætt að horfa á hann, þetta var of skrítið og hann bara í númer 111 að rúnta um Breiðholtið *uss uss uss*.

Helgina var skemmtilega vafasöm!! Sumir vita um hvað ég er að tala aðrir ekki og það er bara ágætt. Var amk alveg óstjórnlega haugadrukkin, dansaði alveg helling og veit ekki alveg hvenær ég fór heim. Fór á Select til Klemensar og hann er búinn að stríða mér endalaust mikið en nóg um það amk í bili...

Svo þurfti daman að fara í Smáralindina að hitta foreldrana og var sennilega ennþá drukkin þegar hún lagði af stað en þynnkan helltist yfir hana fljótlega og þetta er ekki besti þynnkustaðurinn sko.

Hmmm reyndar eru öll bloggin mín orðin frekar vafasöm en whatever...ég er ung og elska að djamma!!! Frétti það reyndar um daginn að ég hefði ekki áhuga á að eiga djammara fyrir kærasta svo það er best að fara eftir því...

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

...Pirrrrrr veðurspáin á mbl segir að það sé -10 stiga frost pirrrrrr. Eins gott að ég fór í Hagkaup í gær og keypti mér þykkar sokkabuxur til að vera í. Skellti mér í þær áðan og er núna miklu betur undir það búin líkamlega að fara út. Þá er bara að peppa andlegu hliðina upp. Dana og Sverrir eru að koma og við erum að fara að ná í dótið okkar niður á Eimskip. Það verður ágætt að fá dótið en hvar á ég að hafa það? Verð að troða því hingað inn til mín til að byrja með! Iss það hlýtur að reddast, hlakka samt ekki til að bera það upp tröppurnar!!

Skrapp annars niður í Hreyfingu í gær og fékk mér 6 daga ókeypis prufu tíma. Var búin að vera á leiðinni mjög lengi en alltaf búin að vera veik. Er reyndar með hrikalega hálsbólgu núna en ég bara verð að fara að hreyfa mig. Finn hvernig líkaminn linast með hverjum deginum og það er ekkert hroðalega gaman. Nú er bara að hlaupa af sér bumbuna svo ég komist í flottu gallabuxurnar mínar aftur. Frekar svekkjandi sko, notaði þær í allt sumar og svo krass búmm bang og í Rvk kemst ég ekki í þær!!! Er ekki bara meiri loftþrýstingur hérna svo ég pressast niður og er þar af leiðandi aðeins feitari?? Jú það er ég viss um!!!

Eftir að ég er búin að ná í dótið verð ég að fara í Kringluna og kaupa afmælisgjöf handa Ingu Hrefnu og buxur handa sjálfri mér og svo er ræktin. Bara nóg að gera í dag en ég verð að viðurkenna að ég dauð kvíði fyrir að fara í þetta fyrsta skipti í ræktina en svo verður þetta ekkert mál.

Jæja til hamingju með árin 23 Inga mín og hlakka til að sjá þig í kvöld, ég lofa að koma með dósaopnara handa þér!!! ;)

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

...ég fékk ósk mína uppfyllta í gær og fékk fullt af núðlum, djúpsteiktum rækjum og hrísgrjónum í kvöldmat. Það var hann Neddi frændi sem tók svo vel í asískan mat að hann bauð upp á hann ef ég pantaði. Mér fannst það alls ekki slæmur díll! En ég er svo skemmtilegur matargestur að þegar við vorum búin að hrægammast yfir matnum þá lagðist ég upp í sófa og sofnaði og svaf þar til klukkan 9 í morgun. Opnaði reyndar augun aðeins til að segja hæ við Gyðu þegar hún kom úr vinnunni og færði mig svo í stærri sófan ca klukkan 5 í nótt. Ég rotaðist svo að ég vakanði ekki við símann og gat varla svarað ef það var talað við mig. Endemis þreyta og slen er þetta eiginlega?? Helvítis flensur sem eru að ganga og svo er auðvitað svo mikið að gera *hóst hóst* að ég hef ekki tíma til að vera heima og jafna mig alveg! En hver hefur tíma, nennu eða löngun til að liggja aleinn heima í rúma viku, hitta ekki sálu og vera nær hungurmorða?? Ekki ég að minnsta kosti!

Var svo samferða Gyðu í morgun en hún var á leiðinni í brunch, heppna heppna. Undarleg tilfinning að hafa sofið í fötunum, mæta út á meðal manna ótannburstuð, mygluð, ógreiddari en venjulega og ógeðsleg en hafa samt ekki verið að gera neitt af sér kvöldið áður! Nema það að ráðast á kínamatinn eins og ég hafi aldrei séð mat áður teljist með!

Mig langar aftur í núðlur, skil ekki hvað er í gangi...

mánudagur, nóvember 15, 2004

...mig langar alltaf svo í eitthvað ómorgunmatslegt í morgunmat. Um daginn var ég að deyja úr hamborgaraleysi með beikoni elsnemma um morgun og í dag eru það ekta kínastaða núðlur sem ég þrái heitar en nokkuð annað!!

Eldaði mér pasta í pakka eldsnemma í morgun og þá meina ég um 5 leytið. Það var vægast sagt undarlegt á bragðið, frekar salt og eiginlega á mörknum að vera ætt en ég slarfaði ca helmingnum í mig og þá var ég orðin pakksödd og frekar ómótt af ógeðisbragði. Það sem maður leggur ekki á sig fyrir magafyllingu!

Langar ekki einhverjum að koma út að borða...núðlur...já...í dag...ha???

sunnudagur, nóvember 14, 2004

...já það var bara gaman í gær! Við Alda og Heiða sátum, stóðum og lágum hérna og spjölluðum og drukkum og drukkum og drukkum áður en við tókum taxa í bæinn með sköllótta manninum. Hann fékk að heyra það þónokkuð oft á leiðinni að einni í bílnum finnast sköllóttir menn miklu flottari og meira sexy en menn með sítt, klepra hár hahahaha!! :D Ég sagði liggja hérna fyrir ofan því Öldu tókst að hella niður bjór þegar við vorum alveg að fara út. Ég sá það og ætlaði að stökkva inn á baðherbergi til að ná í tusku. Tók mið af bjórum á gólfinu og voppla ég hoppaði beint í bjórinn og rann á hausinn. Það þurfti næstum ekkert að þurrka upp eftir að ég hafi legið þarna bjargarlaus og velt mér í bjórum dágóða stund. Ég var öll blaut af bjór en hverjum var ekki sama?? Ekki eins og það væri hvort eð er ekki áfengisfnykur af okkur!! Við hlógum svo mikið af mér að ég ætlaði ekki að meika að standa aftur en sumir hefðu átt að hlægja aðeins minna. Hvernig fer maður nefnilega að því að sitja í stól og spjalla og liggja svo allt í einu á gólfinu með stólinn á hliðinni??? Það er örugglega bara met í dúbíus athæfi hahahaha, skil bara ekki hvernig það gerðist en það e amk allt í lagi með fæturnar á stólnum svo ég hallast að því að stúlkan í stólnum hafi verið orðin ansi vafasöm sökum drykkju!! :)

Svo var bara djamm djamm og djamm fram á morgun, Klemens hitti okkur og það er alltaf gaman. Svo var bjór og bjór og dans og dans og bjór og spjall og...já þið náið þessu er það ekki? En hvað er það með að allir staðirnir loki bara um hálf 7 á morgnanna einmitt þegar ég er komin í mesta stuðið??? Konan varð frekar pirruð en jafnaði sig furðu fljótt!! Hahaha varð álíka pirruð yfir lokun skemmtistaða í morgun og ég var yfir lokun pizzastaða hérna fyrir viku eða tveim!! Þarf fólk virkilega að sofa? Er ekki nóg af fólki sem nennir að baka pizzur og bera glös svo ég geti haft það nice á djamminu???

Já svariði nú...
...jæja eru ekki allir á leiðinni á djammið??? Hér er úber súper mega stuð og á eftir að verða meira, bara meira og meira og meira og meira!!! Aaaahhhhhh hvað bjór er góður og ekki vera að senda senda mér sms þegar ég er að djamma með vinum mínum, já hlustaðu á mig!!!! Say it, don't spray it sko!!! Ha?

Rrrrrrrrrrrrrrrooooooooooooooooookkkkkkkkkkkkkkkkkk...

laugardagur, nóvember 13, 2004

...held að konan sé hálf full ennþá amk er allt eitthvað svo fyndið sem hún sjálf segir og gerir en það er bara gaman!! :)

Annars voru alltaf allir jafn hissa í gær þegar ég sagði já við afritunum til að setja í bókhaldið. Fólk hló að mér og sagði "hahahaha já bókhaldið". Konan svaraði um hæl "já bókhaldið!! Er búin að setja það svo fínt upp í excel!" Ekki vildu undarlega kærulausir íslenskir djammarar heldur trúa því! "Jájá þú í excel, hahahahaha, bókhald, endemisrugl er það!!" Held að þetta fólk vilji bara ekki vita hvað það eyðir miklu í djamm og sukkmat en þessi kona vill hafa þetta allt svart á hvítu svo að samviksubitið geti nagað hana þar til hún hellir í sig næstu kippu af bjór.

Annað djamm í kvöld, konan er að halda sér úti á markaðnum en segir svo bara nei við að fara heim með fullorðnum mönnum sem reyna að bjarga henni úr aðstöðum sem ekki þarf að bjarga úr. Var að spjalla við gamlan bekkjarbróður og þessi gamli maður var alveg viss um að konan væri í nauð!

Lít ég út fyrir að vera bjargarlaus eða segir þetta eitthvað um útlit fyrrverandi bekkjarbróðursins...

föstudagur, nóvember 12, 2004

...djöfull er treo ógeðslega vont en þessa dagana er það víst það eina sem dugir til að halda konunni við meðvitund. Ætlaði til læknis í gær en svaf yfir mig! :( Get nefnilega ekki pantað tíma því ég er ekki með lögheimili hérna!! Verð að mæta á læknavaktina á milli klukkan 16 og 18, það er víst eitthvað dýrara og ennþá dýrara eftir klukkan 17. ARG hvað ég varð pirruð en lét það nú samt ekki bittna á konunni í símanum enda ákvað hún þetta víst ekki. Voðalega er það nú undarlegt svona amk þegar tekið er tillit til okkar námsmannanna en ég nenni ekki að æsa mig yfir því akkúrat núna.

Mamma og pabbi lögðu af stað í gær í sæluna á Jamaica og hérna byrjaði að snjóa. Sennilega bara svona til að svekkja okkur sem heima sitjum! Varð að labba út í 10-11 seint í gærkvöldi þrátt fyrir flensu og það var skítkalt, hefði farið í sokkabuxur og ullarpeysu ef mér hefði dottið í hug að það væri svona hrikalega kalt! Þetta er sem betur fer ekki löng leið þannig að ég tórði en það var með naumindum!!!! Gat kúrt mig undir sæng með bunka af gömlum Vikum sem pabbi færði mér, lesið lífsreynslusögurnar og ráðið krossgátur. Er einmitt alveg að verða búin með jólakrossgátuna frá því í fyrra!! :D Ekki seinna vænna ha??!!! Hef annars hangið á netinu í mest alla nótt spjallað og skoðað svona eins og fólk gerir venjulega á netinu. Hef afsökun fyrir öfugum sólarhring núna og það er þessi marg rómaða flensa...

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

...hahahaha það var bara fyndið að horfa á Eddie Izzard hjá Jay Leno, hvað er hann eiginlega fyndinn??? Alveg hrikalega sko!! Svo var hann líka í eðlilegum karlmannafötum en ekki með varalit, í hæla skóm og glansblússu. Held ég hafi ekki séð það áður, hann er bara myndarlegasti maður en ég verð að segja að hann er afspyrnu ófríð kona...
...foreldrar dramadrottningarinnar eru í borginni og drógu hana á Café Milano þar sem hún fékk rosa góða beiglu og skemmtilegt snakk við Söndru Birgis. Þá var auðvitað haldið í Hagkaup þar sem the D-queen fékk nýjan mat í ísskápinn. Er búin að vera svo asnaleg að ég hef ekki haft lyst á að borða, hef þurft að pína ofan í mig matinn og það sem ég gat ekki hugsað mér að éta fór útrunnið út í tunnu áðan. Frábær nýting!! Læt doktorinn tékka á þessu ef þetta fer ekki að lagast. Fórum svo að borða á Madonna sem er uppáhaldsstaðurinn okkar í borginni og ég gat ekkert borðar!! Varð óglatt um leið og ég fann matarlyktina og ældi næstum við tilhugsunina að éta. Þau gömlu pöntuðu sér fínan mat og ég var eins og asni þegar ég sagðist ekki ætla að fá neitt, var meira að segja ómótt þegar mennirnir á næsta borði fengu súkkulaðimúsina sína afhenta. En um leið og foreldraparið mitt hafði kyngt síðasta lambakjötsbitanum leið mér betur og afhentu þau mér þá báðar súkkulaðimýsnar sínar sem ég borðaði með bestu lyst og fékk mér svo humarsúpu í eftirrétt!! :) Afgreiðslukonan varð alveg standandi hissa þegar ég kom fram og sagðist ætla að fá súpuna. Hún sagði hátt og skýrt og með undrunar tón í röddinni "ÞÚ??? ÆTLAR ÞÚ AÐ FÁ SÚPU???

Lít ég út fyrir að borða aldrei...

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

...dramadrottningin er loksins komin á netið inni hjá sér og þess vegna er þetta merkilegt blogg. Þetta er fyrst bloggið sem er skrifað á hrikalegu flottu 12" power book-ina sem ég keypti einhverntímann um daginn. Hef hangið á netinu í allt kvöld að spjalla við hina og þessa og skoða hitt og þetta og það er bara gaman. Svo gaman að ég keypti pizzu og brauðstangir líka og er bara algjört nörd! :) Þeir sem horfa á sjónvarpið hérna á klakanum vita að það er mega-vika hjá dominos og þar sem daman er bæði með flensu og var að fá netið var tilalið að tæma klinkið úr veskinu og kaupa eina feita með pepp, svepp og gráð og 1000kall!! :) Liggur við að þetta sé sparnaður því þetta eru örugglega 3-4 máltíðir fyrir mig.

Er með kveikt á popptíví líka og það var eitthvað brjálað fólk að kjósa á þennan play-lista því það var örugglega hátt í klukkutími bara með Britney, svo komu nokkur önnur lög og svo bara meiri Britney. Sýnist samt á öllu að Britney aðdáendurnir séu búnir með inneignina á símanum í bili - sem betur fer!!

Oj rigning og rok, það var eitthvað að fjúka úti með miklum látum, pirrrrrr verður kalt við tilhugsunina! Eins gott að þurfa ekkert að fara út núna en verð víst að koma mér út á morgun hvort sem mér líkar betur eða verr. snúast í þessu húsalaigubótadrasli og fara a pósthús og reyna að finna mér buxur svo ég þurfi ekki að vera á brókinni einni saman í vetur og...og...og...og...og...og...og...svo eru mamma og pabbi að koma og gista eina nótt hjá mér áður en þau skjótast í blíðuna á Jamaica. Væri alveg til í sól núna ahhhhh.

En hej allt í einu er þetta dæmi með nýjast línuna á sidebarnum bara orðið eins og það á að vera, ekki lengur línan af öllum bloggum frá upphafi. Undarlegt mál, en mér hefur greinilega tekist að laga þetta með minni hrikalegu góðu aðferð sem heiti fikta þar til allt lagast aftur... :D

mánudagur, nóvember 08, 2004

...afhverju gerðist þetta?? Var að uppfæra tenglalistann minn og ég lofa að ég fiktaði ekki í neinu öðru og núna er "nýjast"listinn ekki lengur bara 10 nýjustu heldur allt sem ég hef skrifað!!! :/ Er búin að reyna að laga þetta en finn ekki réttu leiðina svo góð ráð væru vel þegin. Það var eitthvað annað sem ég var að pæla er bara búin að steingleyma hvað það var! Ætli útúrdrukknar heilafrumur komi þar að sök?? Ekki það að ég sé full núna en þær eru varla frekar búnar að jafna sig eftir helgina en td. maginn...
...dramadrottningin er ennþá á fótum, já þetta gengur illa með sólarhringinn. En get auðvitað ekki búist við að sofa á nóttunum þegar það er djammað fram á morgun kvöld eftir kvöld og deginum varið í rúminu með vatnsflösku sér við hlið. Ekki það að ég hafi verið þunn heldur yfirgengilega þreytt. Innfluttningspartýið var fínt, ókeypis bjór og fínar veitingar og þeir sem mig þekkja vita að ég slæ ekki hendinni á móti gúmmelaðinu!! Svo bara djamm, djamm og djamm og fullt af dansi. Hitti hana Auði sem er að ríða vini vinar míns og við tjúttuðum alveg helling en það vorum við Sólveig sem vorum drottningar dansgólfsins með hring af karlmönnum um okkur. Jafnast ekkert á við það að vita að maður geti hözzlað og fara svo bara ein heim. Hitti reyndar draumaprinsinn (kannski frekar konung martraðanna?) en stakk hann af aftur. Hversu sterkur leikur það var verður bara að koma í ljós síðar! Eyddi svo fullt af monníum í leigubíl heim og reifst við leigubílstjórann um verðlag alla leiðina, djö langaði mig að stinga af úr bílnum án þess að borga en the D-queen er heiðarleg og rétti honum kortið titrandi af reiði en náði að halda virðuleikanum. Hann sagði að ungt fólk væri vanþakklátt og ég sagði örugglega eitthvað gáfulegt á móti eins og mín er von og vísa...

laugardagur, nóvember 06, 2004

...daman er ekki hin hressasta í dag sökum hvítvínsdrykkju og bjórs í gær. Við Klemens og Jóna skelltum okkur út á lífið og djömmuðum af okkur eyrun og það var bara stuð. Svo tókum við Klemens leigubíl í 10-11 og löbbuðum heim til mín með fullan poka af góðgæti sem hefur varla verið snert á. Reyndum sko fyrst að panta pizzu og okkur til mikilla furðu var bara búið að loka öllum pizzastöðum klukkan 7 í morgun!! Hvert er heimurinn að fara??? Svo röltum við upp Ármúlann og Síðumúlann, reyndum að finna út hvar húsið mitt er og vorum eins og glæpafólk fyrir aftan fyrirtæki að reyna að finna styttri leið...æ þetta var bara fyndið!! :) Svo ákvað ég að ég vildi endilega hitta eitthvað af fólkinu sem býr hérna og fór upp og þóttist vanta dósaopnara (já ég veit dósaopnara af öllu, blindfull klukkan 7 að morgni) og blaðraði heillengi við 2 dani og grænlenska stelpu. Þau voru að borða morgunmat og á leiðinni í vinnuna og tja ég vona að ég hafi ekki verið alltof þreytandi. Skokkaði svo niður, beið þar í smá stund og fór svo upp aftur að skila dósaopnaranum!!! :D

Í kvöld er svo annað djamm og daman finnur að hún er ekki með alveg eins gott þol og hún hafði í gamla daga. Hildur Jóna og Þórður eru með innfluttningspartý og það verður örugglega þrusu stuð þar, alltaf stuð á Hildi Jónu!! :) Ætti í rauninni að vera niðri hjá mér að sturta mig og gera mig fína í staðinn fyrir að sitja hérna í úlpunni og ennþá með djammfnykinn á mér, jakk jakk jakk!!! Annars byrjar partýið eftir 1 og 1/2 klukkutíma svo það er best að fara að borð eitthvað smotterí og eyða svo drjúgum tíma við spegilinn í að reyna að láta mig líta eins vel út og hægt er og það verður ekki auðvelt verk því konan er með mikla ljótu í dag!!

Þangað til síðar, ekki gera neitt sem ég mundi ekki gera...

föstudagur, nóvember 05, 2004

...ef það er til sjónvarpsguð er hann að reyna að koma skilaboðum til mín í gegnum fjarstýringuna. Reyni td að setja á stöð 1 og það fer sjálfkrafa á stöð 6, þetta endurtekið nokkrum sinnum, reyni þá að setja á einhverja aðra stöð þó að það sé meira að segja engin stöð þar og aftur fer ég sjálfkrafa á stöð 6. Svona gengur þetta í alltof langan tíma, ég prófa allar stöðvar fer alltaf á stöð 6. Þegar ég hef loksins unnið bardagann og er farin að horfa á undurskemmtilega dagskrá Ríkissjónvarpsins ákveð ég að fara á textavarpið og tékk hvort það sé ekki örugglega eitthvað skemmtilegra að fara að byrja en Túnískur framhaldsmyndaflokkur í tugþúsund hlutum!! Þá byrjar ballið aftur og sama hvað ég reyni að fara á síðu 202 þá fer ég alltaf á síðu 620, þó að ég ýti fyrst á 2 kemur bara 6. Þetta er voðalega pirrandi og frústerandi en konan vinnur baráttuna á endanum en hvað er guðinn að meina?? Of mikið 6, of líðið 6, ekkert 6, bara 6??

Gefðu mér fleiri vísbendingar ó þú mikili sjónvarpsguð...

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

...vá náði tölvunni hahahaha!! Annars er ég að fara að sofa eftir smá stund, er bara aðeins að spjalla í símann fyrst! :) Náði að halda mér vakandi í allan dag með því að stúdera Laugarveginn með Gyðu í dag og borða á Reykjavík Bagel Company. Fékk reyndar herfilega í magann eftir það en kenni ekki beyglunni um það heldur tja bara einhverju öðru. Er svo búin að halda mér vakandi í allt kvöld til að horfa á hina dönsku Króniku en þá er henni bara aflýst út af kostningunum í USA!! Er ekkert heilagt lengur???

Tja mér er spurn...
...get ekki hætt að hugsa um draum sem mig dreymdi um helgina, þeir voru reyndar margir því ég var alltaf dottandi og einn var um Leiðarljós en hann var ekkert merkilegur! Í þeim merkilega var ég að skrifa á fullt af minningarkortum sem voru stór, svört með hvítum, frekar óskýrum blómum. Var greinilega fullt af fólki dáið sem ég þekkti! Get svo sem ekki sagt meira en þessi draumur var eitthvað svo áhrifamikill.

Gaman að vera með allar stöðvarnar frá Norðurljósum óruglaðar fyrir utan eitt. Ég kem mér ekki í svefn heldur horfi á hundleiðinlegar bíómyndir fram á morgun. Ef þær eru leiðinlegri en hundleiðinlegar hangi ég í tölvunni eða les þar til næsta mynd byrjar. Þetta er ekki eðlilegt!!! Gerði reyndar forsíðu fyrir söguritgerðina mína áðan (yfir vafasamri bíómynd) en þegar kom að því að skrifa eitthvað merkilegt sagði heilinn stopp og neitaði að lesa eða skoða bækur, vildi bara horfa út í loftið og ímynda sér einhverja vitleysu.

Verð að rífa mig á fætur snemma á morgun og gera hitt og þetta og leita af hinu og þessu, reyndar ekki karlmönnum í þetta skiptið...

mánudagur, nóvember 01, 2004

...daman mætt á netið um miðja nótt eða ætti ég að segja snemma morguns? Það gengur ekkert að snúa sólarhringnum við sökum hörkudjammsins sem ég lennti í á föstudaginn. Það var eiginlega bara gaman og ég fór ekki úr bænum fyrr en um 7 og ekki að sofa fyrr en um 10...konan getur þetta ennþá. Hitti gamlan Skövde-búa á Hverfisbarnum sem heitir Eyþór. Hann hataði Skövde og var alltaf fullur, man eftir að hafa heyrt eitthvað um hann en bara ekki hvað!!

Eftir atburði helgarinnar held ég að þessu rúsneski pöntunarlisti komi vel til greina, ég skil hvort eð er ekki karlmenn svo hvaða máli skiptir þá að hann sé með hormottu og tali óskiljanlegt tungumál??? Hef líka frétt að það sé nóg af 50-60 ára körlum á einkamál.is svo kannski ég kíkji á það ef þessir rúsnesku bregðast mér hahahaha ;) Annars er konan ekkert voðalega desperat ennþá, þetta er meira svona í kjaftinum á henni en alltaf gaman að kíkja eftir myndarlegum mönnum.

Fæ vonandi netið inn til mín á morgun svo ég þurfi ekki að hýrast hérna frami á gangi í skítakulda allar nætur, miklu meira kósí að vera uppi í rúmi undir sæng með litla eplastrákinn minn!! :) En það fyrsta sem ég þarf að gera til að fá netið er að reyna að rekast á einhvern sem ræður einhverju hérna og það hefur mér ekki tekist á marga daga og finnst það orðið frekar vafasamt eða er ástæðan sú að ég þoli illa dagsbirtuna þessa dagana???

...leitin heldur áfram...