föstudagur, september 24, 2004

...oj er að prenta út glósur fyrir sálfræði og djöfull er það leiðinlegt!!! Ákvað að það væri best að hafa þetta í höndunum þar sem ég á enga tölvu í augnablikinu. Alltof mikið að gera í dag, þarf að labba alla leið út á bæjarskrifstofu út af einhverjum lögheimilispappírum, þarf að hitta ömmu og hringja út um allar trissur og pakka niður og... og... og... og koma mér til Reykjavíkur. Skellti mér í afmæli til Ástu í gær, þriðji dagurinn í röð sem ég fæ afmæliskökur og ég verð víst að viðurkenna fyrir sjálfri mér að þó að kökur séu góðar þá er alveg kominn tími á létt morgunkorn, skyr og ávexti að ógleymdri ab-mjólkinni.

Ahhh partý um helgina og verð að viðurkenna að ég hlakka bara skrambi mikið til...

fimmtudagur, september 23, 2004

...fréttaskot...

Við Gummi erum hætt saman eftir tæplega 4 ára samband. Þetta var sameiginleg ákvörðun sem var tekin í mesta bróðerni og erum við bestu vinir ennþá. Er í þessum skrifuðu orðum einmitt að spjalla við hann á msn-inu. Konan mun leggja leið sína til Reykjavíkur á laugardaginn og reyna að sníkja sér gistingu einhverstaðar þar til húsnæðismál verða komin á hreint. Daman á enga tölvu eftir skilnaðinn en á leikjatölvur í öllum stærðum og gerðum en það er víst frekar erfitt að komast á netið á þeim svo ég verð að reyna að blikka vini, kunningja og frændfólk til að hleypa mér í tölvurnar sínar annað slagið til að uppfæra bloggið og tékka á lærdómnum.

Well, verð að fara að pakka draslinu mínu. Við heyrumst síðar, góðar stundir...

þriðjudagur, september 21, 2004

...hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann bestasti besti pabbi í öllum heiminum, hann á afmæli í dag. Hann á rosa stórt stórafmæli í dag, hann á rosastórt stórafmæli í dag, hann á rosatórt stórafmæli hann bestasti besti pabbi í öllum heiminum, hann á rosa stórt stórafmæli í dag... Pabbi minn er sextugur í dag og fær skrilljón þúsund kossa og knús frá mér og þakkir fyrir að vera akkúrat eins og hann er, það er besti pabbinn í öllum heiminum!!! Takk fyrir mig elsku pabbi!! :*

Var að koma úr stórborginni Reykjavík þar sem ég stoppaði í rúma viku. Það var bara gaman og bara stuð allan tímann og það er langt síðan ég hef fíflast og hlegið jafn mikið. Fór á amk 3 djömm, var + 1 með frænku minni á Papa-ball, rölti um alla borgina og blikkaði fólk til að skutla mér. Keypti ekkert nema nauðsynjar og þá er ég a meina alvöru nauðsynjar eins og verkjatöflur (fékk flensu), pensím (er með exem), snyrtibuddu (mín var rifin) og eitthvað að borða sem var auðvitað nauðsynlegt en kannski ekki svo nauðsynlegt að fá sér feita sóða hammara og pizzur löðrandi í pepperóní og gráðosti öll kvöld en so what...

Hoppaði austur í gær og er með hrikalegar harðsperrur í kálfunum. Er ekki alveg sjúr á hvort þær stafa af hoppinu á ballinu eða hoppunu austur! ;) En well nóg í bili þarf að fara að gera mig elegant og flotta fyrir veisluna hans pabba sem byrjar...tja...um leið og allir mæta og ef ég þekki fjölskylduna mína rétt er ekkert voðalega langt í það...

þriðjudagur, september 07, 2004

...hvers á ég að gjalda??? Er neydd eldsnemma á fætur til að þvo glugga og ljós og hengja upp gardínur. Þegar átti að fara að þrífa bakaraofninn fór ég í verkfall og fékk mér brauðsneið með feitu salati. Feitt salat lagar allt nema samviskuna yfir linku sumarsins en bráðum fer ég að heilsa upp á Pernillu í BodyBalance og verð hrikalega flott og fim!

Kannski ekkert skrítið að mamma hafi notað tækifærið til að vekja mig eldsnemma svona fyrst ég var sofandi í pabbabóli. Hef nefnilega verið hrikalega dugleg svona ca síðustu 3 vikur að sofa fyrir framan tívíið en um daginn hugsaði ég að núna væri kominn tími til að sofa útteygð og fín og vakna án bakverkja. Ég skunda af stað inn í herbergi eftir að hafa slökkt á imbanum og öll ljós og lokað þeim hurðum sem venjan er að hafa lokaðar á nóttunni. Tek svo gömlu lélegu sængina sem ég er svo "heppin" að hafa afnot af í sumar og hristi hana. Lít svo í rúmið mitt og sé það er allt í dauðum flugum, læt sængina detta aftur í rúmið, tek bókina mína og rölti inn í hjónaherbergi. Þá var búið að vera svo mikið rok að öll líkin fuku úr glugganum og beinustu leið í rúmið mitt *jömmers*. Hef ekki ennþá nennt að skipta um rúmföt og ryksuga líkin en verð víst að gera það á morgun því þá kemur pabbi í land, nema ég vilji halda áfram að sofa í tívísófanum. En mér er spurn...hvaðan koma allar þessar flugur?? Húsið er þakið fjallaköngulóm sem er góð ástæða fyrir mig að sleppa allri garðvinnu. En þar sem ég hef ekki grenjað þar til pabbi hefur kallað á eitrara þá gætu þær nú gert mér þann greiða að veiða þessar flugudruslur...

mánudagur, september 06, 2004

...skrapp í klippingu á föstudaginn og kom út með mega töff rock punk chick klippingu sem ég er mjög sátt við. Ásu fannst ekki leiðinlegt að meiga gera eitthvað svona aðeins öðruvísi, hún spurði hvað ég vildi gera við hárið og ég sagði alltaf bara eitthvað skemmtilegt og skemmtilegt varð það! :)

Föstudagskvöldið var fyrsta rólega helgarkvöld sem ég tek í allt sumar, fór ekki út úr húsi einu sinni. Hlíf Ösp kom í heimsókn og við sátum og spjölluðum og fífluðumst til kl 4:00. Skruppum svo í héraðið á laugardaginn og ég hélt að ég væri að vera lasin en bjórinn um kvöldið lagaði það eins og allt annað. Bjór er kraftaverkalyf!!! Heilsan var reyndar eitthvað vafasöm í dag, uppköst og læti en það Skjár 1 reddaði þessu með því að hafa einhverja bíómynd á dagskrá sem ég gat kúrt mig yfir. Leið betur um leið og ég fann stellingu í sófanum sem mér varð ekki óglatt í!! :S

Hej Jóna það er eitt gott við sundboli, þeir teygjast og svo eru bikiní ennþá betri því þá fær bumban að vera frjáls og "anda"vel og minni bumbulínu finnst það nú ekki leiðinlegt... ;)

fimmtudagur, september 02, 2004

...Jóna ég skal koma með þér í sund þegar ég kem út, ætla að halda áfram þar sem frá var horfið í sundinu í vor. Ég er með hausverk og búin að sofa í allan dag kannski sem betur fer því mamma er búin að vera að baka helling og ég fæ ekkert af því *grenj og svekkelsi*!! Sjitt það er svo dimmt úti að maður þorir varla út, gætu einhverjir stórhættulegir sjóarar komið og barið mann í klessu. Jebbs Seyðisfjörður varð að glæpabæli síðasta mánudag þegar tveir utanbæjarmenn fóru að slást á Lárunni að ég held um unga dömu. Konan var sem betur fer ekki á staðnum enda eru slagsmál ekki hennar sterkasta hlið en ég get bitið mjög fast ef það er ráðist á mig og það er til ung stúlka sem veit af því!!! Hahahahahaha

Já ég er kerling og bara skrambi stollt af því...
...því miður eða tja kannski sem betur fer rignir ekki karlmönnum hérna heldur er bara venjuleg rigning og það ekki lítið af henni. Væri samt fyndið að sjá óteljandi karlmenn detta af himnum og *splass* lenda á malbikinu!! Hahahahaha

Mér er illt í augunum, hvað er eiginlega í gangi?? Já maður spyr sig...

miðvikudagur, september 01, 2004

...ekki svo slæmur dagur tja eða morgunn og kvöld því ég svaf frá rétt fyrri hádegi og fram að kvöldmat!! Svaf ekkert síðustu nótt og kúrði mig svo yfir tívíinu í dag. Uppgötvaði að þeir sem hafa M12 hjá stöð 2 hafa ókeypis bíórás þegar sýn er ekki og síðan hef ég haft nóg að gera allar nætur við að hanga yfir misgóðum bíómyndum. Sit núna sveitt á náttfötunum, sem ég hef ekki farið úr síðan einhverntímann í gær,með Kiefer Sutherland í Lost Boys hárgreiðslu og vonast til að verða syfjuð fljótlega svo ég geti brotið mig saman í sófann gamla og góða, mér er nefnilega ekki alveg nógu illt í bakinu þessa dagana!!!

Fannst vera komin sól áðan en þá var það bara ljósið á ganginum sem speglaðist svona vel í rúðunni...