miðvikudagur, mars 29, 2006

...kemur sennilega engum á óvart að síðan ég bloggaði síðast er ég búin að vera veik í marga daga!! Er orðin svo þreytt á þessu að þið trúið því ekki, það er fínt að vera heima einstaka sinnum og borða ís en ekki að vera heima í marga daga og halda engu niðri nema ís!!!

Byrjaði á nýrri lotu í skólanum í gær, er bara í þýsku núna því ég er búin með hina áfangana sem krakkarnir í bekknum eru í. Það er einhver íslenska og efnafræði og svo ég hef það bara fínt og mæti frá 14-16 mán, mið og föst og svo 2 klst einhverntímann yfir daginn á þrið og fimm. Ljúfa lífið hjá mér amk skólalega séð. Ætla að nýta þennan tíma í að reyna að byggja mig upp andlega og vera dugleg í ræktinni svo líkaminn verði stinnur og sterkur. Nokkrar ástæður sem liggja að baki ræktarátaki, langar að líta betur út, langar að líða betur andlega, langar að vera öruggari með líkamann minn og svo ein svona yfirborðskennd því mig langar að hafa fallega leggi í sumar ef það skuldi verða nógu gott veður til að sleppa sokkabuxunum þegar ég spígspora um allt í pilsi. Hmmm ekki að ég sé ekki í pilsi á nánast hverjum degi (like mother, like daugther, líkur sækir líkann heim og allt það) en þá koma þykkar svartar sokakbuxur sér ákaflega vel til að hylja mestu gallana. :)

Nördaskapurinn fer ekkert minnkandi og horfi ég á Star Trek Deep Space Nine af mikilli áfergju þessa dagana og glápi á Battlestar Galactica inn á milli, vill ekki horfa á orf mikið af því í einu því það eru bara komnar 2 þáttaraðir! :P Og þar sem Nerd is the New Cool þá spyr ég eins og fávís kona og auglýsi eftir fólki til að læra Klingonsku með mér. "Is there a word for loneliness in Klingon? Ahhh yes "GARDAK!!!" Hihihihi man einhver eftir þessum Simpsons þætti...

mánudagur, mars 20, 2006

...ótrúlega aktív helgi að baki, kom miklu í verk sem hefur sitið á hakanum lengi. Kósí föstudagskvöld eins og áður hefur verið nefnt, laugardagurinn fór í að telja allar umbúðirnar í geymslunni. Ég taldi 1498 stykki nánast ein, Bogi kom og hjálaði aðeins þegar ég var búin með yfir helminginn. Er glöð núna að ég fór ekki í ræktina á laugardaginn því að bera upp yfir 20 poka af drasli, telja upp úr þeim og bera þá niður aftur var nóg æfing fyrir einn dag! Var líka orðin mjög pirruð um kvöldmatarleitið enda var ekkert eldað fyrr en rúmlega 21 en þá galdraði mín líka fram veislumat. Svo var ótrúlega snöggt bað, snyrting og svoleiðis og beint til Gyðu í sing-star partý. Tók með mér einn lite bjór og fékk svo eitt rauðvínsglas á staðnum. Skrapp svo í bæinn með Klemensi og hitti Gunnar og Þóru. Skellti mér á 1 skot og einn einfaldan gin og tonic og dansaði svo til klukkan 5. Er mjög stollt af mér því venjulega er ég svo feimin að dansa svona nánast erú en þetta var ekkert mál, sing-star algjörlega búið að koma mér í stuð og þá var ekki aftur snúið.

Sunnudagurinn fór í að bera pokana með dósunum einu sinni en, fyrst upp og út í bíl og svo inn á lager hjá Nexus því enginn vildi leyfa okkur að skila því þetta var svo mikið. Á einni Sorpu stöðinni gekk maðurinn svo langt að halda því fram að við værum að skila fyrir íþróttafélag, stofnun eða veitingastað því þetta væri svo mikið. Mikill pirringur í stuttan tíma var málið en ótrúlega góðar núðlur á Na na thai reddaði því alveg og svo var brunað upp á Skaga að ná í dótið mitt. Gott að vera loksins búin að því, getur enginn tuðað lengur yfir þessu hvorki fyrrverandi tengdafjölskyldan eða fjölskyldan mín. Erna var reyndar voðalega hress og kát og bara gaman að hitta hana svona smá, Telma var voðalega ánægð að sjá mig og spjallaði mikið og sýndi mér nýja dótið sitt og Jónas var svo elskulegur að hjálpa til við að bera. En sjitt hvað hann er orðinn myndarlegur, yrði ekkert hissa á að sjá hann í Herra Ísland við tækifæri!! Var svo rosalega dugleg þegar við vorum búin að bera allt upp og byrjaði að taka upp úr kössum og koma dótinu fyrir, búin að vaska upp mest af leirtauginu og skrúfa saman hilluna. Ætlaði að halda áfram í dag en vaknaði í nótt alveg sárlasin svo ég ætla bara að slappa af í dag, klára að horfa á Battlestar Galactica innganginn eða myndina eða hvað á að kalla þetta og bara hafa það eins gott og ég get í nýja rúminu. Á morgun þarf ég nefnilega að fara á fund, skreppa í Ikea og klára að gera fínt hérna inni áður en ég fer yfir um, þoli ekki svona óreiðu!

Ef einhverjir hafa nennt að lesa þetta allt þá óska ég ykkur til hamingju, það var leiðinlegt að skrifa þetta og örugglega ennþá leiðinlegra að lesa þetta...

föstudagur, mars 17, 2006

...betra rúm, betri draumar. Eða það vona ég alla veganna! Splæstum á eitt queen size amerískt rúm í Svefn og heilsu áðan og flatmaga núna á því. Það er aðeins hærra en ég hélt, amk er það miklu hærra en rúmið sem ég skoðaði í búðinni svo ég get örugglega teygt mig alveg upp í loft þó ég liggji á bakinu! ;) Er mest hrædd um að vakna einhverntímann úti í glugga því það nær næstum því upp að gluggakistunni. Það var reyndar alveg kominn tími á að eyða í þetta því hitt rúmið var alveg að gefa sig sbr. blogg frá ekki svo ýkja löngu síðan þar sem þið voruð frædd um afturlappaleysið og allt það. Ég er svo himinlifandi yfir nýja rúminu að ég hef ákveðið að liggja í því í allt kvöld, þó að ég sé eina heim, og stelpast í staðinn fyrir að fara í partý. Að stelpast þýðir að ég ætla að skoða Cosmopolitan, Elle og Marie Claire, lesa make-up blöðin mín og horfa á Singing in the Rain sem ég fann á dvd útsölunni í Nexus (allir þangað, 3 dvd á 2499 ódýrara en í Bónus) ;) Er búin að dreyma um að eignast þessa mynd í mörg ár og var ekki lítið ánægð þegar ég rak augun í hana þegar ég var að bíða eftir að Gunnar væri búinn að gera upp. Ég sem var ekki einu sinni að skoða þetta bara eitthvað að glápa!

Eyddi peningum í dag og í gær og hef þar af leiðandi sett kortið mitt ofan í krukku svo það fari ekki með í bæinn á næstunni. Í gær var Ikea og svoleiðis snatt með Klemensi og Gyðu og auðvitað þurfti mín að splæsa í ruslafötu, bastkörfur og skápahengji til að geyma skóna mína í. Í dag var Herdísar-hittingur og varð Kringlan fyrir valinu því að það var svo mikill úði úti. Þar þurfti ég að spandera í ógeðslega flott lág rauð "ég er lítil og langar að hoppa í polla" stígvél, bláa og gyllta tösku til að henda íþróttadótinu ofan í og ógó flottan sailor-bol sem mig var búið að dreyma lengi um í Vero Moda. Ætla aldrei aftur með Herdísi á staði þar sem er hægt að eyða peningum. Held að næst verði það göngutúr út að Gróttuvita sem verði fyrir valinu!! Held að það sé amk ekki ennþú búið að opna sjoppu þar...

miðvikudagur, mars 15, 2006

...það eru bara afmæli á hverjum degi þessa dagana. Hún amma Sigga mín er afmælisbarn dagsins og er orðin 89 ára en samt hress og kát að vanda. Væri alveg til í að vera á Seyðó núna og knúsa hana en verð bara að knúsa hana helmingi meira um páskana. Til hamingju með daginn elsku amma mín!! *kossar og knús*

Fleiri gleðifréttir í dag, um kvöldmatarleitið í gær eignaðist æskuvinkona mína hún Hildur Jóna og Þórður hennar sitt fyrsta barn. Það var stúlka og samkvæmt fréttum frá þeim er hún stór og hraust. Til hamingju með dótturina elskurnar mínar og ég hlakka ekkert smá til að fá að kíkja á hana. Svo 1.apríl næstkomandi verður mín að versla barnaföt. *jeij* :) Elska að skoða þessi pínulitlu krúsidúlluföt.

Fór annars á Aeon Flux í gær, alveg ágætis mynd, ekki sú besta en ekki sú versta, ég skemmti mér amk ágætlega. Allt umhverfi og búningarnir rosalega flottir og samtölin voru minimalísk og fönguðu víst vel sögurnar úr Heavy Metal blöðunum en ég veit ekkert um það því ég hef ekki lesið þær. Heyrði reyndar í 2 töffurum í hléinu sem voru ekki að skemmt sér vel og fannst þetta léleg mynd. Kannski fannst þeim það bara en ég hallast frekar að því að þeir hafi ekki skylið hana en what ever...

mánudagur, mars 13, 2006

...ein af mínum allra bestu vinkonum á afmæli í dag og er hvorki meira né minna en 25 ára kerlingin sú. Hjartanlega til hamingju með daginn elsku Maddan mín, loksins ertu orðin fullorðin og fyndin! ;) Í tilefni af þessum merka áfanga skelltum við tvær okkur aðeins út á lífið á föstudaginn, ég var samt frekar stillt, passaði mig að fá mér mjög vel í aðra stóru tánna en hafa hina tóma svo allt færi vel fram sem það og gerði. Var ekkert þunn á laugardaginn nema þegar ég fór upp í ökutæki, þá leið mér hörmulega og varð óglatt og alveg ómöguleg öllsömul, ekki gaman af því en ég ætla ekki að kvarta hefði getað verið verra.

Varð fyrir asnalegu óhappi í gær, stóð upp í rúminu til að opna gluggann og þegar ég ætlaði að láta mig detta mjúklega niður á rassinn aftur misreiknaði ég mig eitthvað og meiddi mig í hægri rasskinninni. Það var svo vont að ég fékk næstum tár í augun og ákvað að sofa lengur til að finna ekki fyrir þessu. Haltraði svo út um allt og var alveg ómöguleg en er miklu betri í dag, finn bara fyrir þessu ef ég tek mjög undarlega og snögga snúninga.

Annars er mér boðið í 2 partý næstu helgi og ég sem ætlaði bara að vera róleg. Kannski ein djamm helgi áður en það verða teknar nokkrar mjög rólegar. Á föstudaginn er partý hjá Finni og mér skilst að bara allir séu velkomnir og á laugardaginn ætlar Gyða að halda sing-star partý þar sem flest allir verða rólegir en ákaflega glaðir og skemmtilegir. Ég mæti amk þangað og verð ef til vill rosalega villt og tek með mér 1 bjór! ;)

Er alveg að deyja úr hungri núna, er á tærfljótandi fæði þangað til á morgun út af þessari ristilspeglun. Má bara borða tærar súpur, vatn, te, powerade og eplasafa og ekkert af þessu stoppar lengi í systeminu þegar það er ekkert annað í maganum. Verð bara að fara snemma að sofa og ef ég get ekki sofnað er ég viss um að það líður yfir mig af hungri svo það kemur kannski niður á það sama...

fimmtudagur, mars 09, 2006

...þvílíkri brennslu í Baðhúsinni lokið, *fjúff* hvað ég var dugleg! :) Var reyndar búin að brenna ágætlega í Kringlunni áður, skoppandi fram og aftur með risa stóran bakpoka og svo auðvitað kaupin góðu í hendinni. Tókst að flækja mig í afgreiðsludömu sem var vopnuð herðatréi, velta um koll verð skilti sem stóð á borði og reka mig í alla fatarekka sem ég fór framhjá. Keypti mér tvö veski því ég er orðin svo fátæk af þeim eða amk fátæk af þeim sem mig langar til að nota! ;) Hef þá afsökun að annað þeirra var á mega súper tilboði, of gott til að sleppa þó ég hafi ekki vitað það fyrr en ég kom upp að afgreiðsluborðinu og rétti fram debetkortið hissa á svip *roðn*.

Tók strætó heim áðan sem er svo sem ekki frásögu færandi nema vegna þess að strætóinn okkar stoppaði þegar við vorum nýlögð af stað og bílstjórinn snaraði sér út og að næsta vagni. Ég glápti á með stórum augum, hissa og pirruð yfir að allt gengi ekki smurt fyrir sig og ég kæmist heim sem allra fyrst. Stjórinn opnar vagninn og hleypir gamalli konu út. Greyið hafði orðið eftir inni í vagninum og stóð við hurðina og vonaðist til að verða hleypt út. Finnst þetta hroðalega fyndið en líka eitthvað svo sorglegt...

þriðjudagur, mars 07, 2006

...Madda var svo ofsalega dugleg að draga mig í body pump í kvöld svo núna er ég vel ræktuð og fín eftir killer pump og 30 mín brennslu á eftir. Finn strax hvað hreyfing lætur mér líða miklu betur andlega og líkamlega, þarf ekki nema eitt skipti til að byrja að finna áhrif! Núna á að fara að gera eitthvað í sínum málum einu sinni enn, er orðin leið á að vera ekki formi og öll lin og asnaleg. Ætla nú samt ekkert að fara fram úr sjálfri mér en núna fer þetta allt að gerast! :)

Annað ekki alveg ein skemmtilegt, ég þarf að fara í hálfa ristilspeglun sem ég er ekkert svo rosalega spennt fyrir. Samt amk betra en að þurfa að fara í "fullkomna" eins og læknirinn orðaði það. Er samt sama hvað þeir gera ef þeir finna bara út hvað veldur þessum leiðinlega verk sem ég hef haft af og til í mörg ár. Botnlanginn farinn en ennþá verkur svo þetta er greinilega eitthvað annað. Er samt hræddust við að ekkert finnist sem ætti að vera gott en það þýðir að ég sé miku meira crazy en talið er nú í dag! Var voðalega glöð að heyra einn lækninn segja að þetta væri greinlega eitthvað fyrst hann gat potað í verkinn. Ohh well, þetta kemur allt í ljós en núna verð ég að fá mér eitthvað í gogginn...

föstudagur, mars 03, 2006...hver vill koma með mér á leikritið Hungur í Borgarleikhúsinu, litla sviði? Held að miðaverð sé 2500.-, annars er linkur hérna fyrir neðan. Rétt upp hönd sem vilja koma með!!

Hungur

Hungur er nýtt, íslenskt verk eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann, og verður frumsýnt á Litla sviðinu þann 18. febrúar næstkomandi. Hungur er um lífsbaráttu fjögurra einstaklinga í heimi þar sem útlitskröfurnar eru svo óraunhæfar að internetið er eini staðurinn þar sem hægt er að uppfylla þær. Hvað gerist þegar tveir anorexíusjúklingar mynda vináttutengsl, og þegar offitusjúklingur finnur sér loks maka sem elskar hvern einasta blett á henni?

Hungur er þriller um stjórnun, kynlíf, sjálfsaga, ást, fíkn, ímynd, fegurð og leit að fullkomnun.

Leikritið er sett upp af Fimbulvetri í samstarfi við Leikfélag Reykjavíkur, og hefur verið styrkt af Leiklistarráði, Listasjóði, Reykjavíkurborg, Heilbrigðisráðuneytinu, Menningarsjóði Íslandsbanka og Samfélagssjóði Alcan.

Eftirfarandi orð og setningar koma fyrir í verkinu:

Flóðhestur, hungurverkir, nærföt í yfirstærðum, klóak, sjálfsstjórn, anorexía, fegurðarstaðlar, rassadillandi klámdrottningar, sársauki, sellerí, my little pony, einn fyrir pabba, kjaftæði, sjálfsagi, skósíður kyrtill, fullkomnun, 39,7 kíló, kynlíf, óléttur fíll, ást snýst um fórnir, fegurð, finna fjársjóðinn við rætur regnbogans, Guð

“Matur er ekki óvinur þinn… þú ert falleg eins og þú ert… þetta er
náttúrulega bara afsakanir fyrir feitt fólk.”
- Dísa, 23 ára/Hungur

“Ef karlmenn eru farnir að fíla þessi herðatré sem eru í sjónvarpinu
endalaust, þá er það vegna þess að þeim er ekki boðið upp á neitt annað. Ég
er viss um að afar fáir karlmenn myndu virkilega vilja sofa hjá konu sem er
vaxin eins og ellefu ára gamall strákur.”
- Hallur, 38 ára/Hungur

“Hér áður fyrr, ef ég var að slá mér upp með einhverjum, þá datt mér ekki í
hug að leiða hann á almannafæri. Ég hugsaði alltaf með mér: Hvern langar til
að láta sjá sig með þessu? ...þú veist.”
- Ingibjörg 44 ára/Hungur

“Klárar anorexíur deyja aldrei.”
- Emma, 23 ára/Hungur


Leikendur:
Helga Braga Jónsdóttir
Elma Lísa Gunnarsdóttir
Þorsteinn Bachmann
Ásta Sighvats Ólafsdóttir

Ljósahönnun: Kári Gíslason
Leikmyndahönnun: Þórarinn Blönddal
Tónlist: Axel Árnason
Kvikmyndalist: Ósk Gunnlaugsdóttir
Búningahönnun: Ragna Fróðadóttir
Förðun: Petra Dís Magnúsdóttir
Framkvæmdastjórn: Árni Árnason

Leikstjóri: Guðmundur Ingi Þorvaldsson...

fimmtudagur, mars 02, 2006

...sit hérna á nýja fína Ikea púðanum mínum, fyrir aftan ekki alveg eins fína rúmið okkar og bíð eftir að græni góði maskinn minn verði búinn að vera nógu lengi á smettinu á mér. Þá ætla ég nefnilega að fara að sofa! :) Fór í Ikea áðan og keypti helling, rúmföt, lampa, vasa, púðann góða, mini straubretti og þvottkörfu handa Boga og ekki má gleyma ljósaperunum svo að nýju lamparir (voru sko 2 í pakka) fái að njóta sín. Skellti nýju rúmfötunum í þvottavélina svo ég geti hennt þeim á rúmið við fyrsta tækifæri. Svaf reyndar óvart rúmfatalaust í nótt, sofnaði nefnilega í öllum fötunum og svaf til morguns. Veit ekki hvort Gunnar vildi ekki eða nennti ekki að vekja mig og ég nenni ekki að spurja hann! :)

Annars verður skemmtilegur dagur á morgunn, er að fara til meltingarsérfræðings. Hljómar ekki skemmtilega en það er allt skemmtilegra en verkurinn sem ég er alltaf með í maganum þar sem botnlanginn var. Verð víst að vera þolinmóð og vera viðbúin að það taki einhverja mánuði að komast að hvað þetta er *gubb gubb ég nenni því ekki!

Þá er það þvottur upp á snúru og ólívur ofan í maga og svo maski af andliti. Púff fullt að gera fyrir svefninn góða...