miðvikudagur, júlí 16, 2003
...vá hvað ég er að fíla góða veðrið. Það var ekki leiðinlegt að skella sér í sund í gær og sleikja sólina, ég fékk meira að segja lit! :) Ekkert að því, núna þarf ég bara að kaupa mér nýtt bikíní því mitt er svona íþrótta og alltof stórt fyrir sólböð þó það sé fínt til að synda í! :) Það er semsagt markmiðið að skella sér í sundfataleiðangur á föstudaginn, ég fæ bikíní og Gumma vantar sundskýlu eða buxur eða hvað þetta heitir nú til dags. Í dag er ekkert sérstakt planað annað en að skella sér í ræktina eins og vanalega. Gummi var eitthvað að gæla við það að leggja sig í smá stund eftir vinnu í dag en hann verður örugglega ekki þreyttur lengur eftir vinnu enda er mjög gott badminton veður og ekkert skemmtilegra en að leika sér í sólinni! :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli