miðvikudagur, febrúar 25, 2004

...er að setja inn myndir frá afmælinu hans Ella í janúar, frá partýinu hjá Hönnu og Óla í febrúar og frá afmælinu hennar Binnu um síðustu helgi! :) Bara alveg heil þrjú ný albúm, dugleg ekki satt?? :D

Þetta eru ekki allar myndirnar sem voru teknar því sumar þeirra bera þess vott að ljósmyndarinn hafi verið búinn að hella í sig aðeins of mörgum bjórum! :) Hehehe
...þetta var svaka afmælispartý hjá Binnu og ekkert hægt að kvarta yfir neinu þar, skemmtilegt fólk og fullt af góðum veitingum. Haldiði ekki að konan hafi ekki bara hent í kanelsnúða með súkkulaðikremi, skúffuköku, eplaköku og einhverja geðveitk góða krydd/ananasköku mmm mmm mmm mmmmmmm. Við Madda vorum samt ekki eins heppnar á leiðinni á Kåren í hálkunni á hælaháum skóm að labba niður brekkur!! Hvað haldiði að hafi gerst??? Jú jú við duttum! :( En ég held því statt og stöðugt fram að Madda hafi dottið og dregið mig með sér en þeir sem voru komnir niður og fylgdust með sögðu að þetta hafi verið nokkuð jafn hjá okkur en iss þau voru öll full og vita ekkert...!!! Ég uppskar rifnar sokkabuxur, rispur og mar undir bæði hnéin og bólgna og marna mjöðm eftir þessa byltu okkar, reyndar er mér líka illt í eyranu eftir þetta kvöld en hausinn skall ekki í jörðina svo það er eitthvað annað. Örugglega einvher bólutussa sem er að gera mér lífið leitt, samt skárra að hafa hana í eyranu en í andlitinu svo við reynum að líta aðeins á björtuhliðarnar! :D Hef ekkert heyrt í Möddu síðan við löbbuðum heim af Modegrillet þar sem hún lét svindla á sér og borgaði 40 sek meira en við fyrir matinn þeirra Drengs en keypti samt minna!! Á leiðinni heim kvartaði hún um ofþornun eftir að hafa smakkað eina frösnku hjá mér svo það væri gaman að vita hvort hún sé búin að liggja undir vatnsbununni síðan á sunnudaginn eða hvort að hún sé stór slösuð eftir fallið mikla. Annars gerðum við og stór mikil plön um að fara til Finnlands í sumar til að vinna og ákváðum að skilja strákana bara eftir ef þeir ætluðu að vera með einhver leiðindi, alltaf svo gaman að plana á fylleríum því þá verður maður alltaf svo bjartsýnn og allt svo auðvelt hehehehe...

föstudagur, febrúar 20, 2004

...það eru bara alltaf helgar hérna í Svíþjóðinni. Ekki leiðinlegt það! :) Hef svo sem ekki mikið að segja, hef bara verið dugleg að vakna snemma og fara snemma að sofa undanfarið. Reynt að halda mér vakandi yfir daginn og það hefur rétt svi tekist og ekki mikið meira en það. Hef sitið í sófanum með hálf lokuð augun og horft á svæfandi sápuóperur og gamanþætti eins og ég fái borgað fyrir það og versta er að þessir þættir eru flestir svo leiðinlegir að ég man ekki einu sinni hvað gerðist í þeim! :S

Annars er afmæli á morgun og stuð, stuð, stuð. Það verður voðalega gaman að setja upp besta andlitið og fara í glansgallann og sjá svo til hvort að það verði djammað eða farið snemma að sofa! Annars hafði ég hugsað mér að mæta í ræktina á morgun svona til að vera hæfilega þreytt í afmælinu, helst líka með harðsperrur, hlaupasting og hælsæri!! Veit ekki hvort að Gummi kemur með mér í ræktina því að hann er að fara að skjóta með bekkjarbróður sínum sem er byssumeiníak, búin að vera í hernum, er í heimavarnaliðinu og búin að vinna fjöldan allan af verðlaunum fyrir skotfimi. Mér er nú alls ekki vel við þetta en mér finnst það nú skárra að hann fari með þessum strák sem kann algjörlega að fara með skotvopn heldur en einhverjum vitleysingum sem þykjast kunna allt og geta allt.

Æ er hætt og farin að bursta, það á að fara að snemma að sofa í kvöld, tja svona miðað við að það er föstudagur...

laugardagur, febrúar 14, 2004

...þá er kominn laugardagur einu sinni enn og ekki kvarta ég yfir því! :) Það er reyndar ekkert á planinu í dag nema fara í ræktina og kaupa nammi - vei vei vei!!! Það hefur ekkert gerst í mínu lífi síðan síðast því að sólarhringurinn er búinn að snúa alveg kolöfugt hjá mér, hef verið að vakan seint á kvöldin og sofanð aftur um það leiti sem Gummi fer í skólann. Gummi sagði að þetta væri eins og að eiga konu sem vinnur á næturvöktum! :) En mér tókst að halda mér vakandi frá klukkan 23 á fimmtudagskvöldið og þar til klukkan 19 í gærkvöldi og núna snýr sólarhringurinn rétt aftur og best að reyna að halda honum þannig. Mér tekst alltaf að halda honum réttum í smá stund og svo allt í einu búbbs og hann snýr vitlaust aftur, skil ekki hvernig ég fer að þessu.

Jæja allbranið bíður eftir að vera étið...

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

...þá er ég búin að finna nýjan stað fyrir myndnirnar okkar og búin að gera eitt albúm með nokkrum myndum af jólunum og áramótunum. Þið klikkið bara á myndirnar okkar hérrna til vinstri!! :) Vona að ég verði dugleg að setja inn fleiri myndir...
...fórum í partý á laugardaginn til Hönnu og Óla. Þar var mikið stuð og enduðu flestir á Kåren blindfullir og vitlausir. Gummi ætlaði nú ekkert á djammið en ég var alveg að deyja mig langaði svo. Ég var svo búin að ákveða að ég ætlaði að drekka en Gummi ætlaði bara að mæta smá og fara svo snemma heim. Það plan breyttist aldeilis þegar ég var að blanda mér í fyrsta TiaMaria glasið mitt því þá langaði stráksa að fá sér líka. Við redduðum okkur áfengi í einum grænum og djömmuð fram á nótt og enduðum að sjálfsögðu kvöldið á hinum margrómaða veitingastað McDonalds! Þar vann leiðinda belja sem vildi ekki selja mér annan McFlurry og ég sem var með peninginn tilbúinn og allt!!! Hún tilkynnti mér að það væri lokað klukkan 3 og þá ættu allir að drulla sér út og það væri ástæðan fyrir að við hefðum fengið matinn okkar í poka en ekki á bakka. Ég var nú ekki ánægð með þetta svar sérstkalega þar sem við fengum okkar mat á bakka. Ok ég skil að það sé lokað klukkan 3 og ég skil að það sé ekki hægt að leyfa fólki að komast upp með allt en það er líka alveg ok að leyfa fólki að klára að kyngja áður en því er hent út. Okkur var svo tilkynnt að ef við vildum meira að borða gætum við komið klukkan 7 morguninn eftir - einmitt...

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

...ég er greinilega ekki sú duglegasta við að blogga þessa dagana, málið er að það er bara ekkert sérstakt að gerast. Gummi fer í skólann, ég læri heima í þeim áföngums em ég hef bækur í (hinar eru á leiðinni), við skellum okkur í ræktina og slöppum af. Ekkert merkilegt tja nema það að borða teljist merkilegt?!?!?!

Að merkilegri fréttum, ég skrapp til tannlæknis í dag. Hafði ekki farið í skoðun síðan sumarið 1999, bara tvisvar sinnum skroppið og látið rífa úr endajaxla en þá var ekkert kíkt á hionar tennurnar sökum verkja. Ég var ekki með neinar skemmdir, tannholdið var í fínummálum og ég fékk hrós fyrir fallegar tennur sem, án þess að vilja monta mig, fæ alltaf þegar ég fer til einhverra sem hafa vit á tönnum! :) Eina sem ég þarf að passa er að bursta ekki alveg svona vel (fast) því að tannholdið hefur færst á nokkrums töðum en þannig hefur það verið í nokkur ár án þess að breytast til hins verra. Tannsinn sagði að fyrst þetta hefði ekkert breyst lengi þyrfti engar áhyggjur að hafa en passa samt upp á þetta og það geri ég alltaf! :)

Skrapp svo í bókabúð og keypti skáldsöguna sem á að lesa í sænsku. Þessi bók var ekki til á Íslandi þó að það eigi að kenna hana!! Ég á líka að lesa leikrit í ensku sem er ekki til á Íslandi en ég fékk það að láni hjá Lilju vinkonu mömmu! :) Heppna ég!! :D Fáránlegt að bækur sem á að kenna séu ekki pantaðar, að kennarar hafi ekki samband við bókabúðir og láti vita að það muni koma X margir nemendur til að fjárfesta í þessum bókum. En nei gott að hafa bækur í fjarnámi sem aðeins er hægt að fá að láni á bókasafni VMA, þetta er nú fjarnám og þar af leiðandi hægt að gera ráð fyrir að nemendur búi í öðrum byggðarlögum eða jafnvel öðrum löndum, eða hvað??? Ég held mig amk. sem lengst í burtu frá skólanum og bókasafninu þar og stefni ekki á að koma þangað fyrr en kannski í prófatörninnni fyrir næstu jól, það er ef ég næ að útskrifast þá...