þriðjudagur, febrúar 10, 2004

...fórum í partý á laugardaginn til Hönnu og Óla. Þar var mikið stuð og enduðu flestir á Kåren blindfullir og vitlausir. Gummi ætlaði nú ekkert á djammið en ég var alveg að deyja mig langaði svo. Ég var svo búin að ákveða að ég ætlaði að drekka en Gummi ætlaði bara að mæta smá og fara svo snemma heim. Það plan breyttist aldeilis þegar ég var að blanda mér í fyrsta TiaMaria glasið mitt því þá langaði stráksa að fá sér líka. Við redduðum okkur áfengi í einum grænum og djömmuð fram á nótt og enduðum að sjálfsögðu kvöldið á hinum margrómaða veitingastað McDonalds! Þar vann leiðinda belja sem vildi ekki selja mér annan McFlurry og ég sem var með peninginn tilbúinn og allt!!! Hún tilkynnti mér að það væri lokað klukkan 3 og þá ættu allir að drulla sér út og það væri ástæðan fyrir að við hefðum fengið matinn okkar í poka en ekki á bakka. Ég var nú ekki ánægð með þetta svar sérstkalega þar sem við fengum okkar mat á bakka. Ok ég skil að það sé lokað klukkan 3 og ég skil að það sé ekki hægt að leyfa fólki að komast upp með allt en það er líka alveg ok að leyfa fólki að klára að kyngja áður en því er hent út. Okkur var svo tilkynnt að ef við vildum meira að borða gætum við komið klukkan 7 morguninn eftir - einmitt...

Engin ummæli: