...alkul virðist vera á Bretlandseyjum núna amk ef ég miða við útsendingarnar hjá bbc2 og bbcNews hjá mér. Allt bara frosið, greyið stelpan starir á stærðfræðidæmið á töflunni eins og hún hafi aldrei séð tölustafi áður og einhver pólitíkus stendur niðurnjörvaður við ræðupúlt og kemur ekki upp orði!
Hef ekki ennþá getað sofnað og ákvað þess vegna fyrir um hálftíma að setja í þvottavél. Varð syfjuð um leið og ég labbaði inn í herbergi og þarf núna að pína mig til að vaka til svona sjö. Ætlaði að stytta mér stundir yfir bráðskemmtilegu barnaefni á bbc2 en nei nei nei og ég sem var orðin frekar spennt að sjá hvert eyjan hans Nóa væri komin og hvað væri að gerast í valdabaráttunni í The Silver Brumby.
Mikið tek ég alltaf góðar ákvarðanir...zzzzZZZZZZzzzzZZZZzzzzzzz...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli