...gærkvöldið var hrikalega vel heppnað. Góður matur, góðar gjafir og góðir gestir, gerist ekki betra. Hékk svo uppi og spjallaði við mömmu og pabba til að verða 2:30 þó ég hafi verið orðin alveg dauðþreytt um miðnætti. Það var bara eitthvað svo góð stemmning og þæginleg þreyta. Skreið svo upp í gamla góða rúmið mitt og hlustaði á vindinn. Náði að lesa kannski 6 síður í annari bókinni sem ég fékk en þá var ég orðin svo hrikalega rangeygð af þreytu að ég held ég sé með harðsperrur í augunum í dag af áreynslu! Frétti svo að það hafi verið hrikalega vont veður í nótt en ég varð ekkert vör við það, svaf eins og steinn og dreymdi vonandi eitthvað fallegt og skemmtilegt.
Svo var jólaboð hjá Lillu frænku og Gunnsa í dag en áður en það var hægt að fara þangað þurfti ég að fá mér ab-mjólk til að friða samviskuna og svo 3 kökusneiðar í eftirmorgunverð! :D Svo var bara hoppað í sparigallann og svo hlý föt yfir og arkað af stað niður í Lönguvitleysu til að borða ennþá meira og drekka heitt súkkulaði með! :)
Kvöldið hefur svo verið jafn rólegt og öll kvöldin síðan ég kom hingað. Bara sitið og spjallað og horft á kassann í rólegheitunum. En þessi rólegheit verða að fara að enda áður en fjölskyldan fer að halda að ég sé alvarlega veik eða dauðvona svo það er planað að djamma annaðkvöld eins og venjan er á annan í jólum hér í bæ. Jeij hú hlakka til en áður en það getur gerst þarf ég að borða graflax, kalkún og franska súkkulaðiköku. Ekki leiðinlegt það...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli