...foreldrar dramadrottningarinnar eru í borginni og drógu hana á Café Milano þar sem hún fékk rosa góða beiglu og skemmtilegt snakk við Söndru Birgis. Þá var auðvitað haldið í Hagkaup þar sem the D-queen fékk nýjan mat í ísskápinn. Er búin að vera svo asnaleg að ég hef ekki haft lyst á að borða, hef þurft að pína ofan í mig matinn og það sem ég gat ekki hugsað mér að éta fór útrunnið út í tunnu áðan. Frábær nýting!! Læt doktorinn tékka á þessu ef þetta fer ekki að lagast. Fórum svo að borða á Madonna sem er uppáhaldsstaðurinn okkar í borginni og ég gat ekkert borðar!! Varð óglatt um leið og ég fann matarlyktina og ældi næstum við tilhugsunina að éta. Þau gömlu pöntuðu sér fínan mat og ég var eins og asni þegar ég sagðist ekki ætla að fá neitt, var meira að segja ómótt þegar mennirnir á næsta borði fengu súkkulaðimúsina sína afhenta. En um leið og foreldraparið mitt hafði kyngt síðasta lambakjötsbitanum leið mér betur og afhentu þau mér þá báðar súkkulaðimýsnar sínar sem ég borðaði með bestu lyst og fékk mér svo humarsúpu í eftirrétt!! :) Afgreiðslukonan varð alveg standandi hissa þegar ég kom fram og sagðist ætla að fá súpuna. Hún sagði hátt og skýrt og með undrunar tón í röddinni "ÞÚ??? ÆTLAR ÞÚ AÐ FÁ SÚPU???
Lít ég út fyrir að borða aldrei...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli