...dramadrottningin er ennþá á fótum, já þetta gengur illa með sólarhringinn. En get auðvitað ekki búist við að sofa á nóttunum þegar það er djammað fram á morgun kvöld eftir kvöld og deginum varið í rúminu með vatnsflösku sér við hlið. Ekki það að ég hafi verið þunn heldur yfirgengilega þreytt. Innfluttningspartýið var fínt, ókeypis bjór og fínar veitingar og þeir sem mig þekkja vita að ég slæ ekki hendinni á móti gúmmelaðinu!! Svo bara djamm, djamm og djamm og fullt af dansi. Hitti hana Auði sem er að ríða vini vinar míns og við tjúttuðum alveg helling en það vorum við Sólveig sem vorum drottningar dansgólfsins með hring af karlmönnum um okkur. Jafnast ekkert á við það að vita að maður geti hözzlað og fara svo bara ein heim. Hitti reyndar draumaprinsinn (kannski frekar konung martraðanna?) en stakk hann af aftur. Hversu sterkur leikur það var verður bara að koma í ljós síðar! Eyddi svo fullt af monníum í leigubíl heim og reifst við leigubílstjórann um verðlag alla leiðina, djö langaði mig að stinga af úr bílnum án þess að borga en the D-queen er heiðarleg og rétti honum kortið titrandi af reiði en náði að halda virðuleikanum. Hann sagði að ungt fólk væri vanþakklátt og ég sagði örugglega eitthvað gáfulegt á móti eins og mín er von og vísa...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli