...Þorláksmessa í dag, amma Bogga hefði átt afmæli, jólaskapið lætur ennþá bíða eftir sér. Er búin að vera lasin síðan ég kom heim en hef samt harkað af mér og skúrað og þvegið og þrifið. Mamma mjög ánægð með mig og ég sagði henni að njóta þess því hver veit hvenær þetta ego af mér birtist aftur! Ætlaði að fara á kvöld unga fólksins á Öldunni í gær. Var sæmilega hress þangað til ég fór í sturtu, slappleikinn beið undir skítnum svo ég var bara heima með mömmu og pabba og slappaði af og spjallaði við þau. Var líka svo heppin að fá tvö glös af TiaMaria kaffi, rommrúsínuís og Nóakonfekt, bölvað sukk alltaf hreint!!
Annars er búið að gera allt hérna nema svona smá smotterí eins og að pakka inn örfáum gjöfum og skipta um eina ljósaperu. Svo er bara skatan í kvöld og mmmmm mmmm mmmm mmmm hvað ég hlakka til. Hef ekki smakkað svoleiðis góðgæti í 3 ár, fæ vatn í munninn við tilhugsunina.
Núna meiga jólin alveg koma en ég yrði hæstánægð ef jólaskapið mitt mundi mæta í bæinn áður en þau renna í garð...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli