...*hrumpf* var að koma heim af djamminu hinu eilífa. Bara búið að vera gaman, dansaði eins og óð manneskja. Það var strákur utan í mér allt kvöldi sem var ekkert leiðinlegt! En ég ákvað að fara heim og hann vildi vera samferða. Ég sagði að það væri ok og lét hann svo bara fara út þar sem hann sagðist eiga heima, langaði ekkert með honum heima enda er ég hrifin af öðrum strák. Leigubílstjórakonunni fannst þetta svo fyndið og hrósaði mér í hástert. Jú jú það kemur fyrir að þessi kona taki réttar ákvarðanir!! :D Jeij hú...annars hittum við Díönnu Ómel (það eru sko 2 n) og hún gerði okkur allar sætar á no time. Undarlegt hvernig við konurnar erum nú til dags því við vorum allar búnar að horfa á hana með öfundaraugum á dansgólfinu áður en við föttuðum hver hún var. Hún geðveikt flott miðað við minn staðal var ekki einu sinni ánægð með sig!! Hvert er heimurinn að fara??? Nú er mál að hætta að bera sig saman við aðrar konur því þetta gengur ekki, ég er grönn en ég verð aldrei karlmannlega vaxin...sjálfið er bara flott og fínt, muna það...
Jæja tími á cocoa puffs, tíví og svefn svo ég verði ekki þunn þegar ég nenni að vakna á morgun...hej så länge...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli