...oj ég er bara búin að borða óhollt síðustu tvo daga. Í dag fór Gummi og keypti meira af flensumeðali handa mér. Það er ekkert sem lagar vanlíðan betur en jógúrthúðaður ananas, plopp með lakísbragði, daim og pommes pinnar ásamt ca líter af Fanta!! :S Get þó huggað mig við að þetta var ekki borðað allt í einu. Hann keypti líka sterka mola og Billy's pizzur handa okkur þannig að núna hlýtur bara flensan að fara að gefast upp! :)
Annars kom í því í verk í dag að kaupa mér álfabikarinn. Hef ætlað að gera það í rúmt ár svo það var ekki seinna vænna. Samkvæmt gríðarlegri reikniskunnáttu minni sem samanstendur af Casio fx-570s vasareikninum mínum og vísifingri hægri handar komst ég að því að hver túr næstu 10 árin mun kosta mig tæplega 42 kr íslenskar. Það finnst mér langt í frá að vera dýrt enda óþarfi að borga stórfé fyrir að missa blóð!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli