þriðjudagur, september 21, 2004

...hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann bestasti besti pabbi í öllum heiminum, hann á afmæli í dag. Hann á rosa stórt stórafmæli í dag, hann á rosastórt stórafmæli í dag, hann á rosatórt stórafmæli hann bestasti besti pabbi í öllum heiminum, hann á rosa stórt stórafmæli í dag... Pabbi minn er sextugur í dag og fær skrilljón þúsund kossa og knús frá mér og þakkir fyrir að vera akkúrat eins og hann er, það er besti pabbinn í öllum heiminum!!! Takk fyrir mig elsku pabbi!! :*

Var að koma úr stórborginni Reykjavík þar sem ég stoppaði í rúma viku. Það var bara gaman og bara stuð allan tímann og það er langt síðan ég hef fíflast og hlegið jafn mikið. Fór á amk 3 djömm, var + 1 með frænku minni á Papa-ball, rölti um alla borgina og blikkaði fólk til að skutla mér. Keypti ekkert nema nauðsynjar og þá er ég a meina alvöru nauðsynjar eins og verkjatöflur (fékk flensu), pensím (er með exem), snyrtibuddu (mín var rifin) og eitthvað að borða sem var auðvitað nauðsynlegt en kannski ekki svo nauðsynlegt að fá sér feita sóða hammara og pizzur löðrandi í pepperóní og gráðosti öll kvöld en so what...

Hoppaði austur í gær og er með hrikalegar harðsperrur í kálfunum. Er ekki alveg sjúr á hvort þær stafa af hoppinu á ballinu eða hoppunu austur! ;) En well nóg í bili þarf að fara að gera mig elegant og flotta fyrir veisluna hans pabba sem byrjar...tja...um leið og allir mæta og ef ég þekki fjölskylduna mína rétt er ekkert voðalega langt í það...

Engin ummæli: