...daman ekki ennþá farin að sofa en það er svo sem ekkert óvanalegt að hún vaki lengi. Hef löglega afsökun núna því móðir mín sendi mér sms áðan og spurði hvort ég væri vakandi. Hún hringdi svo og við töluðum og þögðum í örugglega 2 tíma. Vorum að skoða myndir og svona hitt og þetta, yndisleg þessi tækni! :) Annars ágætt að hún hringdi, hefði annars lagt leið mína í 10-11 að kaupa einhvern óþarfa sökum hungurs. En eftir símtalið langa ákvað ég að fá mér Cocoa Puffsið sem ég keypti mér þegar ég var veik fyrir mánuði síðan. Gott að eiga svona gúmmelaði til að grípa í annað slagið!! :)
Fór í kaffi til Gyðu áðan en fékk ekkert kaffi, fékk reyndar ekkert nema vatnsglas og svo mandarínurnar sem ég kom sjálf með! Já svona hugsar hún um litlu frænku!!! Frétti reyndar frá Gunna að hann hefði hálf saknað mín á föstudaginn þegar ég tróð mér ekki í heimsókn til að horfa á Idol. Ákvað að vera góð litla frænka og vera ekki uppáþrengjandi en eftir þessar fréttir tilkynnti ég auðvitað komu mína næsta föstudag! :D Tók svo þá góðu ákvörðun að labba heim í góðaveðrinu og var komin hálfa leið heim þegar það stoppaði bíll og það var öskrað á mig. Þetta var Börkur sem hafði verið á leiðinni heim til sín er varð sennilega svo mikið um að sjá mig á tveimur jafnfljótum að hann snarsnéri við og skutlaði mér heim. Sátum svo hérna fyrir utan og spjölluðum í um 45 mínútur. Hefði auðvitað verið alveg ónýtt að bjóða honum inn enda herbergið ekki alveg í ástandi fyrir gesti akkúrat núna *roðn*!
Var annars að skoða gamlar myndir frá Skövde og það var bara gaman. Margar minningar sem streymdu fram og ég brosti í laumi annað slagið. Kannski ég eigi eftir að kíkja við þarna einhverntímann og tja kannski bara ekki, hver veit?!?!?! Vonast nú samt til að hitta eitthvað af þessu liði við tækifæri! :) Annars er minningin um Svíþjóð að dofna en hún hverfur ekkert, ég mun fara þangað aftur og helst til að búa og læra en ætla samt að reyna að byrja á heimsókn í vor...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli