...ég fékk ósk mína uppfyllta í gær og fékk fullt af núðlum, djúpsteiktum rækjum og hrísgrjónum í kvöldmat. Það var hann Neddi frændi sem tók svo vel í asískan mat að hann bauð upp á hann ef ég pantaði. Mér fannst það alls ekki slæmur díll! En ég er svo skemmtilegur matargestur að þegar við vorum búin að hrægammast yfir matnum þá lagðist ég upp í sófa og sofnaði og svaf þar til klukkan 9 í morgun. Opnaði reyndar augun aðeins til að segja hæ við Gyðu þegar hún kom úr vinnunni og færði mig svo í stærri sófan ca klukkan 5 í nótt. Ég rotaðist svo að ég vakanði ekki við símann og gat varla svarað ef það var talað við mig. Endemis þreyta og slen er þetta eiginlega?? Helvítis flensur sem eru að ganga og svo er auðvitað svo mikið að gera *hóst hóst* að ég hef ekki tíma til að vera heima og jafna mig alveg! En hver hefur tíma, nennu eða löngun til að liggja aleinn heima í rúma viku, hitta ekki sálu og vera nær hungurmorða?? Ekki ég að minnsta kosti!
Var svo samferða Gyðu í morgun en hún var á leiðinni í brunch, heppna heppna. Undarleg tilfinning að hafa sofið í fötunum, mæta út á meðal manna ótannburstuð, mygluð, ógreiddari en venjulega og ógeðsleg en hafa samt ekki verið að gera neitt af sér kvöldið áður! Nema það að ráðast á kínamatinn eins og ég hafi aldrei séð mat áður teljist með!
Mig langar aftur í núðlur, skil ekki hvað er í gangi...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli