fimmtudagur, apríl 29, 2004
...jæja smá blogg eftir vorfríið. Var að setja inn myndir frá árshátíðinni okkar sem haldinn var laugardaginn 24. apríl. Það var svakalega skemmtilegt og vel heppnað. Allir mættu í aðeins betri fötum og svo var borðaður dýrindismatur ala Drengur og Finnur. Skemmtiatriðin voru svo í boði Stebba og fengu allir smá skot á sig þar. Drengur hélt svo ræðu um okkur og lífið síðasta vetur og þar voru auðvitað fleiri skot. Það var auðvitað mikið helgið og talað og svo var drukkið smá. Mér þótti bollan mjög góð og drakk örfá glös af henni. Var meira að segja svo dönnuð að vera bara með tvö glös!! :S Við fórum ekkert út á lífið heldur vorum bara þarna að dansa og spjalla og guð má vita hvað annað. Við Gummi komum amk seint heim og ég heimtaði að við mundum sofa í sófanum þannig að við tók heilmikið brölt við að færa til hluti og draga út svefnsófann. Of mikið bras að rölta þessa 20 cm sem eru á milli rúmsins og sófans. Hefðum meira að segja getað verið frekar villt og stigið upp í sófann og hennt okkur yfir í rúmið. En nei konan vildi horfa á video og vildi líka hafa karlinn hjá sér og aldrei þessu vant fékk hún sínu framgengt!!! :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli