...alltaf gaman að blogga alveg rallhálf, ekki misskilja ég er alveg eins edrú núna og hægt er að vera eftir þvílíka sukkhelgi. Vaknaði við símtal um klukkan 14 í dag þar sem því var logið að mér að klukkan væri orðin 17. Mér alveg dauðbrá og var alveg rugluð og skildi ekki afhverju ég heyrði bara þýsku. Þá var kveikt á sjónvarpinu og verið að endurtaka þáttinn um einkaritara Hitlers, ætlaði að horfa á hann um daginn en gleymdi því. Var svo ekki alveg í stuði til að þurfa að lesa texta í dag svo ég svissaði yfir á popptíví. Var mjög fegin þegar ég heyrði sannleikann um tímann, fannst eins og dagurinn væri þá ekki alveg ónýtur. Var mjög rám og vafasöm í símann og var viss um að verða þunn en nei nei nei um leið og ég var komin á fætur fann ég hvað ég var rosalega hress. Ákvað samt að kúra mig aftur eftir að gesturinn var farinn aftur, stoppaði nú bara í 5 mín svo ekki var þetta löng vaka! :) Hef svo legið í rúminu í allt kvöld og horft á kassann og borðað pizzuna sem ég pantaði í morgun, hafði ekki snert á henni en kláraði brauðstangirnar strax! :) Tékkaði svo á Goodfellas á Skjá 1, hafði ekki séð hana og varð ekki fyrir vonbrygðum, mjög góð mynd og akkúrat í tempóinu sem minn þreytti heili þurfti á að halda.
Ætla að hanga aðeins og borða meira og reyna svo að sofa eitthvað. Þarf að fara að klára þessi blessuðu jólagjafakaup og þá er best að vera vel upplögð...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli