...hafa bara verið rólegheit hjá okkur síðustu daga. Vorum búin að plana að djamma síðustu helgi en svo varð Gummi bara lasinn þannig að djamminu var bara frestað þangað til næstu helgi. Helgin fór semsagt í óhollustu af verstu gerð, billy's pizzur, nammi, snakk og gos mmmm mmmm mmmm Er reyndar komin með leið á svona fæði amk í bili og er ræktarferð plönuð í dag til að halda áfram að hrista sig. Hefði farið í spinning með Dönu og Möddu í morgun ef ég hefði ekki átt stefnumót með Ceceliu klukkan 10 og þó að ég þurfi að hreyfa min nennti ég bara ekki í bæinn tvisvar sinnum fyrir hádegi *roðn*. Var samt vöknuð klukkan 7 þannig að ég hefði alveg getað farið. Það er heldur ekkert erfitt að vakna klukkan 7 þegar maður fer að sofa klukkan rétt rúmlega 20!! En núna snýr sólarhringurinn rétt amk í bili.
Svo er bara skólinn að byrja, hefði reyndar mátt byrja fyrir 2 vikum mín vegna hef ekkert annað að gera. Núna eru kennararnir víst alveg að fara að setja inn á WebCT hvaða bækur við þurfum. Ég hringdi nefnilega í fjarnámsstjórann um daginn til að athuga hvaða bækur ef einhverjar væru í ensku og sögu og þá ákváðum við að ég mundi bara panta bækurnar þegar kennararnir eru búnir að setja námsáætlunina inn. Það hefur víst komið fyrir að kennarar ákveða að breyta um bækur en breyta ekki strax bókalistanum. Ég vill ekki vera að kaupa vitlausar bækur og þurfa að vesenast í að skipta þeim ef það er hægt svo þetta er best svona. Fjarnámsstjórinn sagðist svo halda með mér ef það verður eitthvað vesen vegna verkefna sem þarf að skila áður en ég fæ bækurnar í hendurnar en é býst nú ekki við neinu veseni! :)
Jæja verð að fara að klæða mig og laga lubbann...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli