mánudagur, desember 20, 2004

...djammið í gær var hroðalega skemmtilegt, kom heim rétt rúmlega 7 og búin að dansa af mér fæturnar á 22! :) Gummi kom við í dag og skilaði mér visa-kortinu mína. Fínt að fá það aftur þó ég ætli nú ekki að fara að nota það neitt að ráði. Ég er að myndast við að pakka niður, er að fara til Seyðisfjarðar eftir tæpa 5 tíma. Þetta er bara svo mikið af dóti að ég veit ekki hvernig ég á að koma þessu öllu fyrir. En sem betur fer kemur nú ekki allt til baka aftur. Nokkrar jólagjafir og eitt stykki ferðatæki með geislaspilara sem ég ætla að lána mömmu og pabba. Geislaspilarinn þeirra er nefnilega bilaður, ekki gaman að því. Er að henda tónlist inn í tölvuna svo ég hafi eitthvað að hlusta á um jólin og þá er bara að muna eftir að hlusta á hana, ég er voðalega gleymin stundum!

Úff nenni ekki að leggja lokahönd á niðurpakkið en verð víst að drífa það af. Er svo að hugsa um að vera rosalega villt á morgun og taka leigubíl á flugvöllinn. Ætlaði að taka strætó en held ég nenni því ekki fyrst ég er ekki sofnuð ennþá. Get þá sofið ca klukkutíma lengur! Jeiiijjjjjjj.

Jæja þá er Duran Duran komin á fullt í tölvunni og ég get bráðum skriðið í bólið. Hvort ég sofna verður svo bara að koma í ljós...

Engin ummæli: