...þá er ég mætt á klakann hress og kát og get varla beðið eftir djamminu um helgina.
Ferðalagið var...tja...ekkert svo slæmt fyrir utan að lestinni seinkaði um hátt í klukkutíma allt í allt vegna þess að hún átti að tengjast annari lest í Helsingborg en sú lest lenti "óvart" á vitlausu spori og þurfti að bakka og vesenast eitthvað til að komast til okkar. Svo var aftur töf fyrir utan Lund því þá þurftum við að leyfa annari lest að fara fram úr okkur og svo var okkur tilkynnt að við þyrftum að skipta um lest í Malmö því sú sem við vorum í var orðin það sein að hún var tekin úr umferð!!! En við komumst amk á endanum alla leið á Kastrup og komumst beint í tékk-inn hjá hrikalega dónalegu dönsku kellingunni sem vildi fá að sjá vegabréfin okkar af einhverjum óskiljanlegum ástæðum!!!
Næst var haldið á Pizza Hut til aðk aupða pizzu en það var hætt við það á nóinu vegna þess að þar voru ekki til neinar pizzur og afgreiðslumaðurinn var svo dónalegur að við vildum ekki gera það honum til geðs að bíða. Ekta dönsk risa-pylsa varð því fyrir valinu og var henni skolað niður með sænsku eðal bubbluvatni. Flugið var svo ágætt en var alltof lengi að líða og voru fluffurnar greinilega orðnar frekar þreyttar og pirraðar en það bitnaði ekkert á mér því að mér vantaði ekkert fráþeim! :)
Svo var bara brunað á Skagann um leið og dekkinn snertru Keflavíkurflugvöll því ekki höfðum við áhuga á að stoppa lengi á nesinu sem Guð gleymdi, alltaf rigning og þoka þar (ólíkt sumum stöðum sem ég þekki...*hóst hóst*. Á Skaganum var þambað kaffi, þveginn af sér útlenski skíturinn og reynt að sofna sem gekk sem betur fer á endanum. Fyrir hádegi í morgunn var svo brunað af stað aftur til Rvk og kíkt í kaffi til Klemensar á meðan verið var að bíða eftir að mæta þyrfti í flugið sem bar okkur til Akureyrar. Hérna hefur svo verið stjanað við okkur á alla enda og kanta sem er ágætt því auðvitað verða uppáhaldsbörnin aðeins að hvíla sig áður en ferðaleginu verður haldið áfram til Seyðisfjarðar. Ég bíst við að þar verði stjanað meira við okkur og reynt verði að troða meiri mat í okkur en við höfum nokkurntímann gott af. Er strax farin að finna hvernig sumarið á eftir að vera, kaka í kaffinu og læri í kvöldmatinn í dag og svo hryggur og eitthvað meira gúmmelaði annað kvöld.
Læt þetta gott heita í bili, verð að fara að hvíla mig hef nefnilega verið dauðþreytt síðan ég vaknaði. Ég efast ekki um að þeir sem þekkja mig eru alveg standandi hissa á þessari yfirlýsingu minni og hugsa "Sirrý...þreytt?!?!?! Nei aldrei, hún er alltaf á útopnu eins og hún sé með rakettu í rassgatinu..."
Engin ummæli:
Skrifa ummæli