...kannski kominn tími á smá öppdeit. Hef verið á frekar miklu flakki upp á síðkastið þannig að ef þið hafið átt leið á milli Seyðisfjarðar og Akureyrar þá er ekki ólíklegt að þið hafið séð mig á ferðinni með einhverjum af fjölmörgum einkabílstjórum mínum. Kom aftur í fjörðinn fagra í gær eftir rúma viku í góðu yfirlæti á Akureyri, mér veitt ekki af fríinu því villta djammið á Seyðó tekur aldeilis á, enda er ég ekki í góðu formi eftir veruna í Svíþjóð þar sem allt lokar klukkan 02:00. En núna er stelpan bara mætt aftur og kominn djamm hugur í hana. Eins gott að það verði stuð um helgina og svo er það bara Lunga-ball laugardaginn 17. júlí, mmmm grill, bjór og gott veður, það gerist ekki betra.
Hvað á annars að gera um Versló??? Mæta ekki allir Skövde-búar á Akureyri og kíkja í glas með mér???
Bjakk þarf að fara að læra en tími því varla því það er svo got veður...ætli mamma verði nokkuð ósátt ef ég draslast með tölvuna og allt heila gillið út á pall...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli