...það eru bara alltaf helgar hérna í Svíþjóðinni. Ekki leiðinlegt það! :) Hef svo sem ekki mikið að segja, hef bara verið dugleg að vakna snemma og fara snemma að sofa undanfarið. Reynt að halda mér vakandi yfir daginn og það hefur rétt svi tekist og ekki mikið meira en það. Hef sitið í sófanum með hálf lokuð augun og horft á svæfandi sápuóperur og gamanþætti eins og ég fái borgað fyrir það og versta er að þessir þættir eru flestir svo leiðinlegir að ég man ekki einu sinni hvað gerðist í þeim! :S
Annars er afmæli á morgun og stuð, stuð, stuð. Það verður voðalega gaman að setja upp besta andlitið og fara í glansgallann og sjá svo til hvort að það verði djammað eða farið snemma að sofa! Annars hafði ég hugsað mér að mæta í ræktina á morgun svona til að vera hæfilega þreytt í afmælinu, helst líka með harðsperrur, hlaupasting og hælsæri!! Veit ekki hvort að Gummi kemur með mér í ræktina því að hann er að fara að skjóta með bekkjarbróður sínum sem er byssumeiníak, búin að vera í hernum, er í heimavarnaliðinu og búin að vinna fjöldan allan af verðlaunum fyrir skotfimi. Mér er nú alls ekki vel við þetta en mér finnst það nú skárra að hann fari með þessum strák sem kann algjörlega að fara með skotvopn heldur en einhverjum vitleysingum sem þykjast kunna allt og geta allt.
Æ er hætt og farin að bursta, það á að fara að snemma að sofa í kvöld, tja svona miðað við að það er föstudagur...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli