...ég er komin heim í heiðardalinn, ég er komin heim með slitna skó...fallalalala osfrv.
Mætti í fjörðinn fagra í gærmorgun og var strax sett í skítverkin, tja eða ég bauðst nú til að ryksuga þar sem mér fannst ekki við hæfi að sitja og gera ekkert meðan mamma var uppi um allt að þurrka úr hillum í tölvuherberginu. Snérumst svo út um allt allan daginn og skreyttum svo jólatréið um kvöldið en ég bara kemst ekki í jólaskapið. Ég bara skil þetta ekki. Tékkaði aðeins á jólaljósunum í bænum og þau eru flott og mörg að vanda en ekki kom jólaskapið. Pakkaði inn nokkrum gjöfum en ekki kom jólaskapið. Spilaði endalaust af jólalögum en ekki kom jólaskapið. Er hægt að panta jólaskap á netinu?? Er samt glöð að vera komin heim, æðislegt að hitta fólkið mitt og borða heimilismat. Pantaði einmitt kjötfarsbollur í gær en endaði svo á að elda þær bara sjálf. Bollur, kartöflur, soðið hvítkál og laukfeiti, þetta gat bara ekki klikkað. Mér líður ennþá vel í maganum síðan í gær! :)
Lýsi hér með eftir jólaskapinu mínu. Finnandi vinsamlegast beðinn um að hafa samband við mig sem fyrst...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli