miðvikudagur, nóvember 24, 2004

...óheppni mín á sér engin takmörk!! Fór út að borða með foreldrunum á sunnudaginn. Pantaði mér dýrindis sjávarréttapizzu og bætti á hana tómötum og ólívum *nammi namm*. En þessi pizza var ekki alveg tilbúin að gefast upp fyrir mér baráttulaust. Ég skar mér þessa líka fínu sneið af henni, sökkti hrossatönnunum í hana og svo bara ááááááááááááá ææææææææ óóóóóóóóóóóóó þetta er svo sárt!!!!!! Spítti út úr sér pizzubitanum og logsveið í hökuna...osturinn hafði ekki slitnað frá og dróst allur af sneiðinni og á hökuna á mér. Ég greip kókflöskuna hans pabba og reyndi að kæla hökuna en þegar kuldinn var horfinn úr henni var það kolsýruvatnsflaskan mín sem tók við. Eftir mikla kælingu og endalausan sviða sat ég eftir með brunasár og blöðru á hökunni sem lítur alls ekki vel út!!! En pizzan fékk makleg málagjöld, hún var étin og ég naut þess út í fingurgóma! Hahahahahahahaha *gott á þig ljóta pizza hlátur*.

Hvað segir þetta okkur? Það er stórhættulegt að borða...

Engin ummæli: