sunnudagur, nóvember 14, 2004

...já það var bara gaman í gær! Við Alda og Heiða sátum, stóðum og lágum hérna og spjölluðum og drukkum og drukkum og drukkum áður en við tókum taxa í bæinn með sköllótta manninum. Hann fékk að heyra það þónokkuð oft á leiðinni að einni í bílnum finnast sköllóttir menn miklu flottari og meira sexy en menn með sítt, klepra hár hahahaha!! :D Ég sagði liggja hérna fyrir ofan því Öldu tókst að hella niður bjór þegar við vorum alveg að fara út. Ég sá það og ætlaði að stökkva inn á baðherbergi til að ná í tusku. Tók mið af bjórum á gólfinu og voppla ég hoppaði beint í bjórinn og rann á hausinn. Það þurfti næstum ekkert að þurrka upp eftir að ég hafi legið þarna bjargarlaus og velt mér í bjórum dágóða stund. Ég var öll blaut af bjór en hverjum var ekki sama?? Ekki eins og það væri hvort eð er ekki áfengisfnykur af okkur!! Við hlógum svo mikið af mér að ég ætlaði ekki að meika að standa aftur en sumir hefðu átt að hlægja aðeins minna. Hvernig fer maður nefnilega að því að sitja í stól og spjalla og liggja svo allt í einu á gólfinu með stólinn á hliðinni??? Það er örugglega bara met í dúbíus athæfi hahahaha, skil bara ekki hvernig það gerðist en það e amk allt í lagi með fæturnar á stólnum svo ég hallast að því að stúlkan í stólnum hafi verið orðin ansi vafasöm sökum drykkju!! :)

Svo var bara djamm djamm og djamm fram á morgun, Klemens hitti okkur og það er alltaf gaman. Svo var bjór og bjór og dans og dans og bjór og spjall og...já þið náið þessu er það ekki? En hvað er það með að allir staðirnir loki bara um hálf 7 á morgnanna einmitt þegar ég er komin í mesta stuðið??? Konan varð frekar pirruð en jafnaði sig furðu fljótt!! Hahaha varð álíka pirruð yfir lokun skemmtistaða í morgun og ég var yfir lokun pizzastaða hérna fyrir viku eða tveim!! Þarf fólk virkilega að sofa? Er ekki nóg af fólki sem nennir að baka pizzur og bera glös svo ég geti haft það nice á djamminu???

Já svariði nú...

Engin ummæli: