fimmtudagur, nóvember 18, 2004

...Pirrrrrr veðurspáin á mbl segir að það sé -10 stiga frost pirrrrrr. Eins gott að ég fór í Hagkaup í gær og keypti mér þykkar sokkabuxur til að vera í. Skellti mér í þær áðan og er núna miklu betur undir það búin líkamlega að fara út. Þá er bara að peppa andlegu hliðina upp. Dana og Sverrir eru að koma og við erum að fara að ná í dótið okkar niður á Eimskip. Það verður ágætt að fá dótið en hvar á ég að hafa það? Verð að troða því hingað inn til mín til að byrja með! Iss það hlýtur að reddast, hlakka samt ekki til að bera það upp tröppurnar!!

Skrapp annars niður í Hreyfingu í gær og fékk mér 6 daga ókeypis prufu tíma. Var búin að vera á leiðinni mjög lengi en alltaf búin að vera veik. Er reyndar með hrikalega hálsbólgu núna en ég bara verð að fara að hreyfa mig. Finn hvernig líkaminn linast með hverjum deginum og það er ekkert hroðalega gaman. Nú er bara að hlaupa af sér bumbuna svo ég komist í flottu gallabuxurnar mínar aftur. Frekar svekkjandi sko, notaði þær í allt sumar og svo krass búmm bang og í Rvk kemst ég ekki í þær!!! Er ekki bara meiri loftþrýstingur hérna svo ég pressast niður og er þar af leiðandi aðeins feitari?? Jú það er ég viss um!!!

Eftir að ég er búin að ná í dótið verð ég að fara í Kringluna og kaupa afmælisgjöf handa Ingu Hrefnu og buxur handa sjálfri mér og svo er ræktin. Bara nóg að gera í dag en ég verð að viðurkenna að ég dauð kvíði fyrir að fara í þetta fyrsta skipti í ræktina en svo verður þetta ekkert mál.

Jæja til hamingju með árin 23 Inga mín og hlakka til að sjá þig í kvöld, ég lofa að koma með dósaopnara handa þér!!! ;)

Engin ummæli: