mánudagur, mars 15, 2004

...smá leiðrétting, litli stubburinn þeirra Ástu og Símons fæddist víst 8. mars en ekki þann 9. Maður má ruglast pínu þegar barnið fæðist rétt rúmun hálftíma fyrir miðnætti! :) Annars var ég að skoða myndir af honum og hann er svo sætur að mig langar næstum því í barn en það verður víst að bíða eitthvað aðeins lengur...

Annars var afmæli hjá Möddu á laugardaginn. Fyrst var stelpu-partý-saumó og síðan máttu strákarnir koma. Það var boðið upp á þvílíkt góðar veitingar, beikonrúllur, brauðstangir, nachos og niðurskorðið grænmeti og dífur mmmm mmmm mmmm mmmm og ekki má gleyma hvít- og rauðvíninu! :) Við slóum öll saman í skó handa Möddu og hún varð mjög ánægð með þá, amk ef ég miða við viðbrögðin þegar hún opnaði pakkann. Ef hún varð ekki ánægð er hún MJÖG góð leikkona. Svo var bara skroppið aðeins á Kåren en ég fékk svo mikinn hausverk að ég dró Gumma og Dönu með mér á McDonalds. Þar jókst bara hausverkurinn þannig að ég fór heim og kúrði mig í sófanum á meðan Gummi blaðraði í símann um miðja nótt!

Jæja verð að drífa mig, á að hitta Gumma á bókasafninu rétt fyrir kl 15 og ég sem á eftir að klára að taka mig til!!! Hejdå...

Engin ummæli: