miðvikudagur, febrúar 25, 2004

...þetta var svaka afmælispartý hjá Binnu og ekkert hægt að kvarta yfir neinu þar, skemmtilegt fólk og fullt af góðum veitingum. Haldiði ekki að konan hafi ekki bara hent í kanelsnúða með súkkulaðikremi, skúffuköku, eplaköku og einhverja geðveitk góða krydd/ananasköku mmm mmm mmm mmmmmmm. Við Madda vorum samt ekki eins heppnar á leiðinni á Kåren í hálkunni á hælaháum skóm að labba niður brekkur!! Hvað haldiði að hafi gerst??? Jú jú við duttum! :( En ég held því statt og stöðugt fram að Madda hafi dottið og dregið mig með sér en þeir sem voru komnir niður og fylgdust með sögðu að þetta hafi verið nokkuð jafn hjá okkur en iss þau voru öll full og vita ekkert...!!! Ég uppskar rifnar sokkabuxur, rispur og mar undir bæði hnéin og bólgna og marna mjöðm eftir þessa byltu okkar, reyndar er mér líka illt í eyranu eftir þetta kvöld en hausinn skall ekki í jörðina svo það er eitthvað annað. Örugglega einvher bólutussa sem er að gera mér lífið leitt, samt skárra að hafa hana í eyranu en í andlitinu svo við reynum að líta aðeins á björtuhliðarnar! :D Hef ekkert heyrt í Möddu síðan við löbbuðum heim af Modegrillet þar sem hún lét svindla á sér og borgaði 40 sek meira en við fyrir matinn þeirra Drengs en keypti samt minna!! Á leiðinni heim kvartaði hún um ofþornun eftir að hafa smakkað eina frösnku hjá mér svo það væri gaman að vita hvort hún sé búin að liggja undir vatnsbununni síðan á sunnudaginn eða hvort að hún sé stór slösuð eftir fallið mikla. Annars gerðum við og stór mikil plön um að fara til Finnlands í sumar til að vinna og ákváðum að skilja strákana bara eftir ef þeir ætluðu að vera með einhver leiðindi, alltaf svo gaman að plana á fylleríum því þá verður maður alltaf svo bjartsýnn og allt svo auðvelt hehehehe...

Engin ummæli: