...góður en þreyttur dagur að baki.  Hef lítið getað sofið síðustu 2 nætur, ekki spurja afhverju því ég er dauðþreytt - kannski of þreytt??  Pabbi hringdi og vakti mig í hádeginu sem var ágætt því ég hafði ætlað að vakna  klukkan 11.  Lá svo í rúminu og skipulagði daginn og datt í draumalandið til skiptis þegar Gústi hringdi og bauð mér í heimsókn.  Snérist aðeins með honum og fór svo upp í Grafarvog og hitti Sindra Róbert í fyrsta skiptið.  Ji minn hvað hann er mikið krútt, algjört yndi sem brosti breitt til Sirrýjar "frænku" enda ekki á hverjum degi sem hann hittir föðursystur sína! ;)  Ég sat hjá Gústa og Asiu heillengi og þambaði kaffi, æltaði svo að fara að haska mér heim þegar mér var boðið í mat.  Aldrei leiðinlegt að vera boðið í mat, svo ég ákvað að fresta samlokunni með skinku og osti, hitaða júmbóstyle í poka í örbylgjunni og fékk stroganoff og alvöru kartöflumús...namm namm!! :)
Á morgun er svo Idol og er ég búin að redda mér stað til að horfa á það.  Blikkaði Nedda frænda aðeins, sem er aldrei erfitt ;), og við ætlum að elda saman og glápa svo á sönginn.  Svo er kannski planið að þamba nokkra bjóra og kíkja í bæinn en samt ekkert ákveðið.  En miðað við partýfílinginn sem ég er í núna verður voða game á morgun! :)
Núna er bara að vaka í ca klukkutíma í viðbót svo ég geti tekið út úr þvottavélinni fyrir svefninn.  Vona að ég geti sofið almennilega í nótt, þarf svo á því að halda...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli