fimmtudagur, október 28, 2004

...kerlan mætt á borgarbókasafniðí Kringlunni til að þvælast aðeins um á netinu og ná sér í eitthvað spennandi að lesa í nótt svo það verði alveg örugglega ekki sofið neitt. Sólarhringurinn er frekar skakkur þessa dagana en þetta er allt að koma. Það er reyndar allt frekar skakkt hjá mér þessa dagana en allt er að komast á rétt ról. Var næstum búin að klúðra skólanum einu sinni enn en tókst að redda því sem betur fer. Er ekki viss um að ég hefði meikað eitt klúður í viðbót!!

Smá sjokk í morgun, var að pæla í hvort það væri alveg hellings rigning úti ekki spurja mig afhverju samt. Leit út um gluggann og allt var hvítt og friðsælt en ég fékk hroll í beinmerginn og kúrði mig svo langt undir sæng að ég ætlaði aldrei að geta vakanð aftur. En snjórinn var amk farinn þegar ég vaknaði sem vekur upp spurningar eins og "ætli konan geti laggst í dvala í vetur??"

Sjitt hvað ég get ekki hætt að hugsa um hvað ég hlakka til að fá netið, er komin meðþað mikil fráhvarfseinkenni að ég beið og beið í nótt eftir að komast í almenningstölvuna þar sem ég bý. Var einhver í henni sem ætlaði aldrei að hætta, en sú ósvífni!!

Annars ætla ég að auglýsa eftir upplýsingum, hvar finna konur menn sem eru myndarlegir, skemmtilegir, góðir og barnlausir??? Gústi segir að það gerist bara í skáldsögum og kvikmyndum og hjá Krossinum vona að það sé ekki satt...

...leitin hefur formlega byrjað...

1 ummæli:

móa sagði...

prufaðu rússneska póstlista;)
ættir að finna þá á netinu