fimmtudagur, september 23, 2004

...fréttaskot...

Við Gummi erum hætt saman eftir tæplega 4 ára samband. Þetta var sameiginleg ákvörðun sem var tekin í mesta bróðerni og erum við bestu vinir ennþá. Er í þessum skrifuðu orðum einmitt að spjalla við hann á msn-inu. Konan mun leggja leið sína til Reykjavíkur á laugardaginn og reyna að sníkja sér gistingu einhverstaðar þar til húsnæðismál verða komin á hreint. Daman á enga tölvu eftir skilnaðinn en á leikjatölvur í öllum stærðum og gerðum en það er víst frekar erfitt að komast á netið á þeim svo ég verð að reyna að blikka vini, kunningja og frændfólk til að hleypa mér í tölvurnar sínar annað slagið til að uppfæra bloggið og tékka á lærdómnum.

Well, verð að fara að pakka draslinu mínu. Við heyrumst síðar, góðar stundir...

Engin ummæli: