laugardagur, desember 18, 2004

...getur einhver sagt mér afhverju ég sit hérna og blogga og skoða eitthvað rugl á netinu þegar ég á að vera í sturtu og að gera mig sætari fyrir kvöldið? Er að fara í lítið partý á eftir og er ekki að koma mér af stað í þessi "skemmtilegu" verkefni sem því fylgja. Var að Kringlast áðan og keypti bara nauðsynjar aldrei þessu vant. Hefur ekki gerst oft í þessum desember mánuði að ég hafi keypt eitthvað sem ég hef þurft og vantað. Var samt svekt að kaupa kremdollu á 1800 og eitthvað krónur en þetta vildi ég víst því mér finnst þetta gott krem...urg á verðlagið!

Fór í Hagkaup áðan og ætlaði að kaupa mér eitthvað smotterí til að eiga þegar ég kom heim. Sú hugmynd breyttist um leið og ég fattaði að það er laugardagur og allt nammi á nammibarnum á hálfvirði. Ég hoppaði í hálfhring og mokaði lakkrís með súkkulaði og þrist og allskonar gúmmelaði í poka. Ath. vantar stærri poka... ;) Núna er ég að gúffa í mig svo ég verði örugglega útblásin og sexy í kvöld! Hahahaha

Well, verð víst að fara að hafa mig til og setja upp andlitið og allt það. Svo geri ég uppáhaldið mitt, það er að fara uppstríluð í strætó...vúúúúhúúú...

Ps. eru núðlur og djúpsteiktar rækjur á Rikki Chan betri morgunverður en Cadburys súkkulaði?

2 ummæli:

Magdalena sagði...

hmm... bæði hefur sína kosti og galla ;)

Sirrý Jóns sagði...

...já er það ekki bara? Verð svonæ hæfilega sáeygð sem er bara fott og læri að njóta mataræðis allra þjóða...breta og asíubúa og...og...og... og... já einmitt það sem ég sagði...hahahhahahahahahahaha