...gærkvöldið var mjög skemmtilegt. Borðuðum taco og notuðum alvöru kjöt aldrei þessu vant. Notum venjulega sveppahakk sem er mjög gott en núna var tilboð á blandhakki. Svo var fengið sér TiaMaria kaffi og fötin valin. Svo skunduðum við niður 32 tröppur og inn ganginn til vinstri og beint í afmælispartý hjá Ella. Þar var mikið drukkið og spjallað og hitt fólk sem maður hafði ekki séð síðan fyrir jól. Við vorum nokkur saman sem gáfum Ella örbylgjuofn ía fmælisgjöf og held ég að hann hafi verið alveg sáttur við það. Um klukkan hálf 2 vorum við komin aftur upp til okkar og fylgdu nokkrir með okkur meðan aðrir ákváðu að fara á Kåren sem lokar alltaf klukkan 2!!! :S Okkur fannst það ekki alveg þess virði að labba þangað til að labba heim aftur. Mér grunar nú samt að einhverjum hafi bara langað í McDonalds þó ég hafi engar sannanir fyrir því. Við áttum afgangs taco sem kom nú ekkert á óvart þar sem ég ákvað að elda extra mikið svo við gætum borðað það þegar heim kæmi í staðinn fyrir að fá okkur hamborgara. Svo var bara slappað af yfir sjónvarpinu og þar steinsofnaði ég og svaf í alla nótt eða morgun! :)
Við vorum svo ofboðslega dugleg og vöknuðum um hálf 14 í dag og eftir svona ca 3 mínútur hringdi síminn og var þða hún tengdamamma mín sem vildi bara heyra í okkur óhljóðin. Í dag hef ég svo ekkert gert nema... hmmm hef svo sem alveg gert helling miðað við það að sunnudagur er löglegur letidagur. Verð mjög trúuð þegar mér hentar hehehe!! ;) Ég er búin að þvo alveg hellings þvott og fara í sturtu og svona hitt og þetta smálegt. Planið er svo að fara fekar snemma í bólið í kvöld svo ég geti haldið áfram að vakna snemma og sofa á nóttunni. Morgundagurinn fer svo í að skipuleggja námið mitt og byrja á einhverjum verkefnum og svo ætla ég að drífa mig í ræktina líka.
Verð að fara að bjarga þvottinum okkar, hef bara þvottahúsið í 3 mínútur í viðbót...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli