...jæja þá eru alveg að koma jól. Amma Gústa var að renna í hlaðið og jólailmurinn farinn að læðast um húsið. Var að enda við að horfa á hina stórgóðu mynd Chockolat og hafði mikið gagn og gaman að, hló og grét og allt þar á milli. Hef ekki gert neitt af viti í dag enda ekki veirð þörf á því. Skrapp í jólagraut og eplaskífur til Gunnars Árna og Ágústu, þetta var gott eins og alltaf og engin vonbrygði þar. Ragga var svo ósvífin að fá möndluna þó ég væri búin að panta hana. Fannst ég eiga hana skilið þar sem ég hef ekki verið með þeim á jólunum síðan 2000. Ragga var nú samt svo góð að deila gjöfinni með okkur svo það er víst bannað að kvarta! :) Óli ga svo öllum smakk af tvíreyktu hangikjöti og það er bar ahreint út sagt himneskt!! Var að hugsa um að taka svolítinn Tomma og Jenna á það og skera lítinn bita og skilja hann eftir og taka lærið og éta það allt ein en það er víst ekki andi jólanna!
Annars eru jólakortin sem ég ætlaði að fá "lánuð" hjá mömmu ennþá ofan í poka óskrifuð en hver veit nema ég komi sjálfri mér og öðrum á óvart og sendi bara nýarskort. Þakka þeim sem sendu mér kort kærlega fyrir, það er satt sem sagt er, þau gleðja mikið! :)
Verð víst að fara að segja hæ við ömmu Gústu og koma mér svo í sturtu og í jóladressið.
Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir allt það gamla og góða...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli