sunnudagur, mars 07, 2004

...hef loksins frá einhverju að segja. Ég er orðin veik og held ég sé að fara að deyja þvílík er vanlíðanin. Þetta byrjaði aðfara nótt laugardags þegar ég var að fara að sofa. Ég hélt fyrst að þetta væu viðbrögð líkamans við of mikilli koffeinintöku minni fyrr um kvöldið en því miður var það ekki tilfellið! Við Binna og Ingibjörg ætluðum á kaffihús á föstudagskvöldið. Þær komu og vöktu mig af misheppnaða bjútíblundinum, ég lagaði lubbann og svo var haldið í bæinn. Það varð stutt stopp í bænum því það þarf víst nafnskirteini til að kaupa sér kaffi og tveir þriðju af hópnum voru ekki með plastið með sér. Þá var komið við í Q8 og keypt bubbluvatn og kex og svo fórum við til Binnu og hún lagaði þetta fína latte handa okkur og svo var kjaftað fram á rauða nótt eða þar til Villi álpaðist heim og eiðilagði stemmninguna sem hafði skapast á milli okkar stelpnanna við að tala um túr, blöðrur á eggjastokkum, kynlíf og sambönd. Vá hvað strákarnir hefðu viljað liggja á hleri eða hvað...??

Annars eru Jóna og Lovísa komnar í heimsókn til Skövde og maður sér þeim vonandi bregða fyrir. Hitti þær amk pottþétt í partý-saumó hjá Möddu næsta laugardag. Frétti að þær hefðu verið í partý á Peach Pit (man einhver eftir þessu nafni úr Beverly Hills??) og vona ég að þær hafi ekki verið hluti af liðinu sem kjaftaði sem hæst hérna fyrir neðan gluggann minn þegar ég var að reyna að einbeyta mér að vanlíðan minn! :)

Farin aftur að kúra mig í sófanum og horfa á Disney stöðina sem er opin núna um helgina vegna árs afmæli hennar. Ekki amarlegt svona á meðan á flensunni stendur! :) Það er að byrja teiknimynd um Jungle Babys, ekki leiðinlegt það, og svo verður víst afmæliveisla í dag hjá þeim með röð af klassískum Disney myndum. Mér amk ekki eftir að leiðast, þá er bara að bíða eftir að Gummi vakni svo ég geti fengið meira flensumeðal aka nammi og annar ófögnuður!

Engin ummæli: