...get ekki hætt að hugsa um draum sem mig dreymdi um helgina, þeir voru reyndar margir því ég var alltaf dottandi og einn var um Leiðarljós en hann var ekkert merkilegur! Í þeim merkilega var ég að skrifa á fullt af minningarkortum sem voru stór, svört með hvítum, frekar óskýrum blómum. Var greinilega fullt af fólki dáið sem ég þekkti! Get svo sem ekki sagt meira en þessi draumur var eitthvað svo áhrifamikill.
Gaman að vera með allar stöðvarnar frá Norðurljósum óruglaðar fyrir utan eitt. Ég kem mér ekki í svefn heldur horfi á hundleiðinlegar bíómyndir fram á morgun. Ef þær eru leiðinlegri en hundleiðinlegar hangi ég í tölvunni eða les þar til næsta mynd byrjar. Þetta er ekki eðlilegt!!! Gerði reyndar forsíðu fyrir söguritgerðina mína áðan (yfir vafasamri bíómynd) en þegar kom að því að skrifa eitthvað merkilegt sagði heilinn stopp og neitaði að lesa eða skoða bækur, vildi bara horfa út í loftið og ímynda sér einhverja vitleysu.
Verð að rífa mig á fætur snemma á morgun og gera hitt og þetta og leita af hinu og þessu, reyndar ekki karlmönnum í þetta skiptið...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli