fimmtudagur, desember 16, 2004

...þoli ekki þegar einhver ósvífinn meðleigjandi minn fer að þvo þegar ég er búin að plana að þvo. Finnst að reglan ætti að vera sú að fólk verði að spurja mig hvort ég ætli að þvo áður en það setur í vél! Gleymdi að byrja að þvo klukkan 6 í morgun eins og ég ætlaði mér. Þarf líka að taka aðeins til en það er bara gert fyrir samviskuna því það sést enginn munur því herbergið er ennþá fullt af pappakössum og verður það fram yfir jól.

Tókst annars að sofa í gær, var orðin svo þreytt að ég var næstum farin að grenja, ég lofa að það komu samt smá tár. Svaf svo frá um 14:30 til að verða 23:30 og tékkaði aðeins á kassanum og lá svo í hálfgerðu móki til klukkan 4. Hafði mjög gott af þessu en svaf samt ekki nógu vel. Dreymdi illa og vaknaði oft og þegar ég var í mókinu var ég auðvitað ekki alveg sofandi!

Dreymir reyndar mikið um dauðann þessa dagana. Hvað ætli það merki? Dreymdi um daginn að ég bjó í eldgamla kaupfélaginu og Gústi dó. Ég fór með hann inn í stofu þar sem gólfið var þakið strandsandi. Ég gróf hann við vegginn þannig að ég lagði hann bara þar og mokaði sandi yfir hann. Það var önnur gröf þarna líka en ég man ekki hver átti hana en ég man að mér fannst bæði mjög eðlilegt og mjög óhugnalegt að hafa þessar grafir í stofunni.

Nóttina eftir dreymdi mig að Daníel frændi minn væri dáinn og allir voru hissa því hann hafði verið svo stórt barn og núna í nótt var mig að dreyma einhvern hræðilegan dauðadraum sem ég flýtti mér því miður að gleyma. Var samt mjög brugðið þegar ég vaknaði.

Kannski ekkert skrítið að ég sofi lítið og illa...

Engin ummæli: