...ég veit ekki hvernig ég fer að þessu!!! Ég sný sólarhringnum fram og til baka eins og hann væri skopparakringla og ég er orðin dauðþreytt á þessu en ég ræð ekki við þetta. Um daginn gat ég ekki sofið heila nótt vegna magaverkja, sofnaði undir morgunn og ákvað að reyna að sofa eins lengi og ég gæti til að snúa sólarhringnums trax aftur á réttan kjöl. Ég náði að sofa til klukkan 21:30 og ákvað að halda me´r vakandi alla nóttina og allan næsta dag. Það tókst alveg súper vel og ég fór ekki að sofa fyrr en klukkan 01:00 næstu nótt. Ætlaði svo að vakna á skykkanlegum tíma en tókst ekki betur til en svo að ég vaknaði ekki fyrr en um kvöldmat!! :S Er svo ósofin núna eftir annansama nótt við að skoða imdb.com og horfa á sjónvarpið þar sem Beverly Hills 90210 og Buffy the Vampireslayer voru efst á lista.
Þá er það stóra spurningin á ég að leggja mig eða halda mér vakandi áfram??? Hallast að því að leggja mig því ég er alveg hrikalega þreytt en það væri auðvitað líka magnað að kúra hjá Gumma í nótt. Verst að ég rotast þá örugglega um klukkan 19:00 en hann vakir til svona klukkan 02:00
Úff erfið ákvörðun framundan svo það er best að kíkja á hrikalega leiðinlega sápuóperu á TV3, sá seinast þátt fyrir nokkrum mánuðum og ég er samt nokkurnveginn inni í því hvað er að gerast og þetta er vinsælt sjónvarpsefni....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli