sunnudagur, nóvember 28, 2004

...kippan stendur á gólfinu við ísskápinn og hérna sit ég á náttfötunum og er sátt við það. Ákvað að það væri ágætt að slappa örlítið af í djamminu. Þarf að læra slatta á morgun svo það verður ekkert verra að vera sæmilega hress. Sló hraðamet í gær þegar ég tók strætó í Kringluna, verslaði og fór í ríkið og heim aftur, í sturtu, setti upp andlitið og í djammgallann, upp í strætó og í Idol-partý allt á 2 tímum. Þar af fór örugglega rúmur hálftími í strætóbið og ferðir og slatta tími fór í að máta boli og peysur í Kringlunni góðu. Ákvað að kaupa mér peysu sem mig er búið að langa í lengi og það var akkúrart 1 eftir og í minni stærð svo ég áleit þetta tákn að ofan. Keypti líka bol fyrir afganginn af gallabuxnapeningnum frá ömmu! :) Mjög sátt við þetta!!

Ætla að fá mér eitthvað í gogginn og kúra mig svo uppi í rúmi og glápa á kassann eða lesa. Æ hvað það er yndislegt að vera bara að slappa af!! :) Geri svo vonandi eitthvað skemmtilegt og uppbyggjandi á morgun svona amk þegar ég tek pásu frá sálfræðinni og sögunni...

Engin ummæli: