...harðsperrur, harðsperrur og ennþá meiri harðsperrur!!! Ég get varla hreyft hendurnar fyrir harðsperrum eftir lyftingarna í gær en þetta eru góðar kvalir. Er sem sagt byrjuð aftur í ræktinni og er búin að fara þrisvar sinnum í röð. En það er frí á morgun svo ég næ að jafna mig aðeins í höndunum. Annars er stefnan sett á spinning tíma á mánudaginn og þá fær maður sko að púla. Ekkert slæmt við það.
Annars er partý í kvöld því að hann Elli varð 23ja ára þann 20. jan. Við erum nú ekki búin að ákveða hvort við förum á djammið eða ekki, það fer bara eftir því hvort maður verður í stuði í kvöld eða ekki en við fáum okkur nú örugglega einn eða tvo bjóra bara svona til að sýna afmælisbarninu smá virðingu! ;)
Núna er skólinn minn að byrja, búin að fá fyrsta kennslubréf frá næstum því öllum kennurunum. En ég get nú ekki byrjað að læra í öllum áföngunum strax vegna bókaskorts en get nú samt dundað mér eitthvað smá. Verður gott að hafa eitthvað sem verður að gera, maður verður svo latur þegar ekkert er við að vera nema þrif og tilhugsunin um þrif gerir mig nú ennþá latari en hollt getur talist. Við skötuhjúin drusluðumst samt til að þrífa í gær og það vár eins gott því að um kvöldið fengum við gesti sem vildu ólmir spila Viltu vinna milljón.
Hmmm ætli pabbi fari ekki að hringja...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli