...ég er greinilega ekki sú duglegasta við að blogga þessa dagana, málið er að það er bara ekkert sérstakt að gerast. Gummi fer í skólann, ég læri heima í þeim áföngums em ég hef bækur í (hinar eru á leiðinni), við skellum okkur í ræktina og slöppum af. Ekkert merkilegt tja nema það að borða teljist merkilegt?!?!?!
Að merkilegri fréttum, ég skrapp til tannlæknis í dag. Hafði ekki farið í skoðun síðan sumarið 1999, bara tvisvar sinnum skroppið og látið rífa úr endajaxla en þá var ekkert kíkt á hionar tennurnar sökum verkja. Ég var ekki með neinar skemmdir, tannholdið var í fínummálum og ég fékk hrós fyrir fallegar tennur sem, án þess að vilja monta mig, fæ alltaf þegar ég fer til einhverra sem hafa vit á tönnum! :) Eina sem ég þarf að passa er að bursta ekki alveg svona vel (fast) því að tannholdið hefur færst á nokkrums töðum en þannig hefur það verið í nokkur ár án þess að breytast til hins verra. Tannsinn sagði að fyrst þetta hefði ekkert breyst lengi þyrfti engar áhyggjur að hafa en passa samt upp á þetta og það geri ég alltaf! :)
Skrapp svo í bókabúð og keypti skáldsöguna sem á að lesa í sænsku. Þessi bók var ekki til á Íslandi þó að það eigi að kenna hana!! Ég á líka að lesa leikrit í ensku sem er ekki til á Íslandi en ég fékk það að láni hjá Lilju vinkonu mömmu! :) Heppna ég!! :D Fáránlegt að bækur sem á að kenna séu ekki pantaðar, að kennarar hafi ekki samband við bókabúðir og láti vita að það muni koma X margir nemendur til að fjárfesta í þessum bókum. En nei gott að hafa bækur í fjarnámi sem aðeins er hægt að fá að láni á bókasafni VMA, þetta er nú fjarnám og þar af leiðandi hægt að gera ráð fyrir að nemendur búi í öðrum byggðarlögum eða jafnvel öðrum löndum, eða hvað??? Ég held mig amk. sem lengst í burtu frá skólanum og bókasafninu þar og stefni ekki á að koma þangað fyrr en kannski í prófatörninnni fyrir næstu jól, það er ef ég næ að útskrifast þá...
1 ummæli:
generic tramadol tramadol dosage dental pain - tramadol online topix
Skrifa ummæli