fimmtudagur, desember 30, 2004

...ég er alveg að afinternetast hérna en verð sennilega fljótt háð því aftur þegar ég kem suður.

Jólin hafa verið róleg og þæginleg. Eitt djamm afstaðið og annað bíður handan við hornið. Það var spilamennska og drykkjuskapur á annan í jólum og svo mikið blaðrað að ég komst aldrei á barinn. En fyrirpartý og eftirpartý blívar fínt og ekki hægt að eyða krónunum í vitleysu þar. Brandari kvöldsins var samt þegar Ásta var að sýna mér húsið, síðast fékk ég að sjá hjónasvítuna með loforði um að ég hefði lágt. Daman lofaði því þó erfitt væri að standast það, eftir að hafa gægst inn spurði hún hvort hún mætti ekki aðeins kíkja á einkasoninn á heimilinu og fékk góðfúslegt leyfi til þess. Hallaði hún sér þá vel yfir hjónarúmið þar sem var ofurlítil hrúga, sný mér svo að Ástu og segji "æi ég sé hann bara ekki!". Ásta springur þá úr hlátri og bendir á að ég hafi bara verið að kíkja á sængina þeirra, barnið liggji bara í rúminu sínu. Ég hló svo mikið að ég gleymdi dömuháttunum sem venjulega fylgja mér og meig næstum á mig á gólfinu. Smekklegt ekki satt???

Varð annars fyrir þeirri mjög svo óskemmtilegu lífsreynslu að eyðileggja buxurnar mínar, það er samt ennþá á huldu hvernig það´gerðist því ekki var það á þessu blessaða djammi. Nýjar buxurnar sem hafa lítið verið notaðar og sjaldan verið þvegnar þar sem ég hef aðeins verið stoltur eigandi þeirra í rúman mánuð fundst götóttar á rassinum í herberginu mínu seint í nótt/snemma í morgun. Áfallið var gríðarlegt þar sem ætlunin hafði verið að spóka sig í þeim á áramótunum. Eitthvað hljóta þær að vera gallaðar því svona ungar buxur slitna bara ekki á miðri rasskinn en ekkert í klofinu. Ég hef kannski bara verið svona dugleg að veifa rassinum en get samt ekki svarað því sjálf því ég ber minn eiginn afturenda sjaldan augum! En vonbrygðin voru það gífurleg að konan felldi nokkur tár og safnaði saltinu samviskusamlega saman á gleraugunum og var það notað í matargerðina í kvöld! En áður en af því varð var haldið í héraðið og fest kaup á rándýrum buxum, það dýrum að konan er ekki viss um að hún tími að nota þær einhverntímann. Nær væri að vefja þær bómul og setja í glerkassa því þær hljóta að vera handunnar úr gulli og gimsteinum!! En nóg um það, konan mikið mun fátækari en þeim mun meiri pæja svo hún hlýtur að hafa unnið eitthvað á þessu eða hvað?

Jæja, fréttir af djammgæðum buxnanna verð ég að færa ykkur þegar einhver reynsla verður komin á þær, en ef reynslan verður ekki góð veit ég ekki hvað ég geri við buxurnar margumtöluðu...

Engin ummæli: