laugardagur, nóvember 06, 2004

...daman er ekki hin hressasta í dag sökum hvítvínsdrykkju og bjórs í gær. Við Klemens og Jóna skelltum okkur út á lífið og djömmuðum af okkur eyrun og það var bara stuð. Svo tókum við Klemens leigubíl í 10-11 og löbbuðum heim til mín með fullan poka af góðgæti sem hefur varla verið snert á. Reyndum sko fyrst að panta pizzu og okkur til mikilla furðu var bara búið að loka öllum pizzastöðum klukkan 7 í morgun!! Hvert er heimurinn að fara??? Svo röltum við upp Ármúlann og Síðumúlann, reyndum að finna út hvar húsið mitt er og vorum eins og glæpafólk fyrir aftan fyrirtæki að reyna að finna styttri leið...æ þetta var bara fyndið!! :) Svo ákvað ég að ég vildi endilega hitta eitthvað af fólkinu sem býr hérna og fór upp og þóttist vanta dósaopnara (já ég veit dósaopnara af öllu, blindfull klukkan 7 að morgni) og blaðraði heillengi við 2 dani og grænlenska stelpu. Þau voru að borða morgunmat og á leiðinni í vinnuna og tja ég vona að ég hafi ekki verið alltof þreytandi. Skokkaði svo niður, beið þar í smá stund og fór svo upp aftur að skila dósaopnaranum!!! :D

Í kvöld er svo annað djamm og daman finnur að hún er ekki með alveg eins gott þol og hún hafði í gamla daga. Hildur Jóna og Þórður eru með innfluttningspartý og það verður örugglega þrusu stuð þar, alltaf stuð á Hildi Jónu!! :) Ætti í rauninni að vera niðri hjá mér að sturta mig og gera mig fína í staðinn fyrir að sitja hérna í úlpunni og ennþá með djammfnykinn á mér, jakk jakk jakk!!! Annars byrjar partýið eftir 1 og 1/2 klukkutíma svo það er best að fara að borð eitthvað smotterí og eyða svo drjúgum tíma við spegilinn í að reyna að láta mig líta eins vel út og hægt er og það verður ekki auðvelt verk því konan er með mikla ljótu í dag!!

Þangað til síðar, ekki gera neitt sem ég mundi ekki gera...

Engin ummæli: