miðvikudagur, janúar 07, 2004

...vei vei vei pakkinn frá Lindu systur gumma er loksins kominn. Fengum þrjá svo sæta engla frá þeim, svona sem þurfa að sitja á brúninni á hillunni og svo fengum við 1 kg af appolló lakkrískonfekti! :) Ekki amarlegt það!!

Alveg hellingur búinn að gerast síðan ég lét heyra frá mér síðast. Áramótin þar sem ég eldaði Bayonneskinku, fengum fólk til okkar áður en haldið var áfram til Dönu og Sverris sem buðu upp á kampavín og flottheit. Það var mjög gaman, mikið talað, slatti drukkinn þó enginn væri á eyrnasneplunum. Ég sýndi á mér mínar bestu hliðar og var frekar róleg þetta kvöldi ðeins og síðustu tvö áramót á undan. Byrjaði með góðri drykkju á rauðvíni, Tia Maria kaffi og Bacardi Breezer en svo hægðist eitthvað á henni og ég endaði bara eiginlega ekkert full! :) Við hættum svo að bögga heimilisfólkið um 6 leytið svona svo þau gætu burstað tennurnar áður en strákurinn vaknaði hehehehehehe.

Síðan hefur mest verið slappað af og haft það gott. Gummi auðvitað að læra undir próf en ég er bara í átakinu "halda mér vakandi allan daginn, vakna snemma og fara að sofa frekar snemma". Enn sem komið er gengur það bara alveg ágætlega. Þetta átak varð til vegna þess að ég nenni ekki að byrja á þessu þegar skólinn byrjar og vera þá ennþá meira syfjuð við lesturinn en venja er og nauðsyn þykir! :)

Í gær var okkur svo boðið í kjúlla til Dönu og Sverris því snillingarnir þau keyptu tvo kjúlla en gleymdu að setja annan í frysti. Haldið endilega svona áfram krakkar mínir! ;) Maturinn var æði og ég borðaði á mig gat - ka búmm og saumasettið var dregið upp úr draslhrúgunni - hehehe fyndin núna já sko ehemmm... Svo skelltum við Dana okkur á hina margrómuðu og var hún alveg þrælskemmtileg. Eina sem truglaði mig var skemmdin á bíótjaldinu, finnat að það eigi að vera afsláttur í þennan sal út af henni. Kannski nenna þeir ekki að laga tjaldið því að það eru svo fáir sem nenna í bíó í sal 5.

Í dag var svo verslunar- og bankaferð og auðvitað voru Dana og Jóndi með í för eða réttara sagt ég var með þeim. Ég keypti mér íþróttabrjóstahaldara (loksins búin að vera á leiðinni að gera það í marga mánuði *roðn* og svo var auðvitað farið á kaffihús og fengið sér brauð og íste og KÖKU!!! :)

Mmmmmm....

Engin ummæli: