föstudagur, nóvember 26, 2004

...lít ég barnalegar út en venjulega? Var spurð um skírteini á djamminu síðustu helgi í fyrsta skipti í langan tíma. Kannski komin tími á það því daman var farin að halda að hún væri loksins orðin fullorðinsleg. En maðurinn sem seldi mér strætómiða um daginn kórónaði þetta alveg, hérna er ca samtalið sem ég átti við þennan mann:
Atriðið gerist við sjoppuna á Hlemmi því það var það áliðið kvölds að miðasalan var löngu lokuð.

Ég: Selur þú strætómiða?
Hann: Já
Ég: Ég ætla að fá miða.
Hann: Hvernig miða?
Ég: Ömmm venjulega strætómiða!
Hann: Hvernig venjulega strætómiða?
Ég: Svona venjulega miða, svona fullorðins!!!
Hann: Já ok ég ætlaði að hjálpa þér að spara aðeins.
Ég: Sko er orðin fullorðin og svo er ég að kaupa þá fyrir mömmu og pabba og held að unglingamiðar gangi ekki fyrir þau! :S
Hann: Já þannig hahahahaha hohohohohohohoho hehehehehehehe ahahahahahaha

Við tökum eftir að securitasvörður stendur við hlið sjoppunnar.

Securitas gaurinn: Hahahahaha hehehehehehe hohohohohoho

Ég: Takk fyrir
(Hleyp og næ strætó á síðustu stundu) Hugs: *Er ég svona ungleg?? Unglingamiðar eru fyrir 12-18 ára!! Er það brunasárið á hökunni eða verð ég að fara að gera eitthvað í sambandi við þetta?? Er hægt að fara í gamlingju svipað og yngingu??? Eru það fötin? Er það hárið? Hvað er að mér????

Þessi maður hefur nánast aleinn (örlítið studdur af securitasgaurnum) grafið undan sjálfsmati mínu!!!! Hvar er næsta rækt?? Ef ég lít út eins og sterapumpað vöðvafjall þorir fólk kannski ekki að koma með svona komment á mig! En ég ábyrgist að ef ég hefði verið á brókinni með hauspoka hefði hann haldið að ég væri 45 ára 3 bara móðir með góð læri miðað við aðstæður!! Appelínuhúð *hrollur* þarf ég að segja meira??

Ég er blendingur, með andlit unglings og læri 3 barna móður. Bíð bara eftir bingóvöðvum og augnbrúnasigi! Gerist það betra...

Engin ummæli: