...í gær (föstudagskvöld) skrapp ég í bíó með fögru föruneyti að sjá The DaVinci Code. Ég varð fyrir vonbrygðum, vægast sagt. Ekki því ég hafði búist við einhverri stórmynd sem mundi marka djúp spor í kvikmyndasögunni heldur vegna þess að hún var frekar langdregin og ekkert voðalega skemmtilegt. Vill ekki fara mjög djúpt í þetta hérna svona fyrir þá sem hafa ekki séð myndina ennþá en mér fannst þessi C.S.I stíll sem var á sumu hálf glataður og oft á tíðum fannst mér eins og ég væri að horfa á leikna heimildarmynd á Discovery. Frekar kraftlítil mynd, enginn neisti á milli leikaranna og allt frekar flatt eitthvað ef þið skiljið mig. Er mjög fegin að hafa lesið bókina því ég hefði ekki lagt í að skilja hoppið og skoppið í byrjunni annars, verið að re y na að útskýra margt á stuttum tíma og æji það var ekki alveg að gera sig. Er eiginlega hálf leið yfir að hafa séð myndina því ég hafði mjög gaman af bókinni því já það er hægt að finnast bækur skemmtilegar þó þær séu ekki best skrifaðar í heimi.
Dagurinn í dag var örlítið meira spennandi en myndin. Sat uppi á slysó og las gömul Hér og nú og Woman & Health beðan ég beið eftir að Guðlaugu frænku væri tjaslað saman. Þeirri ungu konu datt nefnilega í hug að brjóta í sér ristarbein með því að stíga vitlaust til jarðar. Ekki mjög skyndamlegt að mínu mati en ekki hægt að taka það til baka núna. Þegar gipsið var þornað var brunað til Gyðu að borða mexíkanskan mat og spjalla og glápa á kosningartívíið með öðru auganu. Verð að segja að það var ekki slæm tilfinning að geta sagt Guðlaugu að ég mundi gera hækjurnar upptækar ef hún væri með einhverja stæla. Þvílíka valdið sem maður fær við að lána einhverjum peninga...
1 ummæli:
ég var á the davinci code og mér fannst hún bara mjög góð og hún hélt mér vakandi allan tímann. Mér fannst hún bara frekar spennandi :P kannski þarf svona lítið til að fanga athygli mína..ég veit ekki :S :)
Skrifa ummæli