...leikhúsið var æðislegt því það náði að sýna geðveikina líf átröskunarsjúklinga er alveg ofboðslega vel. Ég grét alveg helling yfir því afþví að þetta var allt eitthvað svo satt og svo erfitt að horfa á og sjá hvernig maður sjálfur var. Þó að ég sé búin að ná langt finn ég alveg hvernig þessi rangi hugsanaháttur treður sér stundum inn en það er gott að vita að maður geti haft stjórn á honum. Þetta leikrit setur sig ekki í neinn forvarnarpakka heldur sýnir bara hvernig það er að hafa átröskun og mér finndist ekkert vitlaust að kvikmynda verkið og nota til að sýna aðstandendum því oft á tíðum eiga þeir mjög erfitt með að skilja hvernig það sé hægt að vera svona. Verst að þetta var síðasta sýninginn því ég mundi mæla með að allir sæju þetta verk.
Mamma heiðraði mig með návist sinni í nokkra daga, kerlan var í verslunarleiðangri svo við þræddum allar búðir og hún mundaði kortið hvað eftir annað. Ég á nú einhvern þátt í eyðslunni því hún splæsti í afmælisgjöf handa dótturinni frá foredrlunum og svo fékk ég slatta af snyrtidóti í kaupbæti fyrir að hjálpa henni að finna föt á sig. Það var alveg frábært því ég gat endurnýjað eitthvað make-upinu sem var alveg að syngja sitt síðasta. Ég kvarta amk ekki!! ;) Var samt svo vitlaus að þyggja ekki sólpúðrið sem hún bauð mér, braut nefnilega það sem hún gaf mér einu sinni og var svo að spurja í einhverri búð hvað það kostaði og þá spyr mamma hvort hún eigi að gefa mér það. Ég skil ekki hvað ég var að hugsa þegar ég svaraði "nei nei bara að athuga verðið upp á framtíðina, get alveg notað þetta brotna áfram". Hlýt að hafa verið ofþornuð og með óráði þarna!! Hahahahaha :)
En í dag er júróvissjón eins og allir vita. Okkur er boðið í slatta af partýum og mig langar jafn mikið í þau öll. Ætla að reyna að vera svoldið á flakki á milli en annars kemur þetta bara allt í ljós. Verst að ég er alveg hroðalega kvefuð, með hálsbólgu og ljótan hósta svo ég verð að fara vel með mig. Gróf úlpuna mína út úr skápnum áðan og ætla að spígspora um í henni í kvöld og ég býst fastlega við að herra húfa og ungfrú vettlingar fái að fljóta með enda er ég ekki vön að skilja þau útundan hvort sem það er sumar, vetur, vor eða haust...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli