...Klemens kom til mín í gærkvöldi og af því tilefni skelti konan sér í hellings þrif, ekki gaman að skammast sín fyrir útganginn á heimilinu. Gamla trixið að bjóða fólki í heimsókn virkar ennþá og var ég enga stund að gera íbúðin heimsóknarvæna. Eftir bjór og bað og smá sparsl og fullt af blaðri var tölt niður í bæ og stefnan sett á Þjóðleikhúskjallarann þar sem Páll Óskar var að dj-a á gay-balli. Við komumst auðvitað ekki alla leið nema stoppa einu sinni og pissa og var það gert við Ráðhúsið, kerlan tróð sér inni í eitthvað horn á milli rósarunna til að sjást ekki. Staðurinn var góður en rósarunnarnir voru ekki sáttir og döngluðu í rassinn á mér, lærið og andlitið. Sést því miður ekkert á mér svo ég get ekki lagt fram kæru! ;) Það var rosalega gaman á ballinu og Páll Óskar klikkar ekki í lagavalinu svo við dönsuðum alveg heilmikið. Ég sendi líka greinilega frá mér einhverja lesbúi víbringa því það voru 2 stelpur sem reyndu við mig. Önnur kom bara og fór að dansa hjá okkur Klemensi sem var bara fínt en þegar við þurftum að fara varð hún ekki sátt og næst þegar ég mætti henni labbaði hún í mig geðveikt fast og fúlt. Það var mjög...undarlega áhugaverð lífsreynsla. Það sem var miklu mun minna gaman var þegar ég rann á glasi á gólfinu og datt og fékk skurð á hnéið. Núna er mér dauðillt í hnéinu og skurðurinn er opinn, gæti þurft að skella mér á slysó og láta setja spor í þetta. Langar amk ekki að fá eitthvað hrikalega feitt og breitt ör á hnéið í viðbót við öll hin!
Ætla að kúra mig alveg þangað til Gunnar kemur heim úr vinnunni, þá ætla ég að kúra með honum þangað til það er tími til að hitta Heiðu og fara í leikhús. Fann loksins einhvern sem vill sjá Hungur og þegar við sáum auglýsta lokasýningu tókum við aldrei þessu vant við okkur og pöntuðum miða. Eins gott að verkið standi undir væntingum því ég er búin að hlakka svo til að sjá það...
3 ummæli:
góða skemmtun í leikhúsi...öfunda þig doldið...alltaf svo gaman að fara í leikhús
Hlakka til að heyra af því ; )
heyheyhey ég kem með herdísi :D:D
Skrifa ummæli